LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU | SETJUM OKKUR MARKMIÐ FYRIR NÝTT ÞJÓNUSTUÁR
Flytjumst þangað sem þörfin er meiri
Það þarf trú til að yfirgefa umhverfi sem maður þekkir og flytja á framandi stað til að auka þjónustuna við Jehóva. (Heb 11:8–10) Talaðu við öldungana ef þú ert að hugsa um að setja þér það markmið að flytja þangað sem þörfin er meiri. Hvað þarftu að gera til að reikna út kostnaðinn og velja ákvörðunarstað? Kynntu þér efni í ritum safnaðarins um að boða trúna þar sem þörfin er meiri. Ræddu við þá sem hafa flutt til að aðstoða annan söfnuð og gengið vel. (Okv 15:22) Leitaðu leiðsagnar Jehóva í bæn. (Jak 1:5) Kynntu þér vel svæðið sem þú hefur í huga og ef mögulegt er skaltu dvelja þar lengur en í örfáa daga áður en þú tekur ákvörðun.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ SÝNUM TRÚ OG GÖNGUM UM DYR AÐ MIKLU VERKI – FLYTJUMST ÞANGAÐ SEM ÞÖRFIN ER MEIRI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða hindranir þurfti Gabríel að yfirstíga? Hvað hjálpaði honum?