Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.00 bls. 7
  • Guðveldisskólinn árið 2001

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guðveldisskólinn árið 2001
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Guðveldisskólinn árið 2000
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Guðveldisskólinn árið 2002
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Að undirbúa nemendaverkefni fyrir skólann
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 12.00 bls. 7

Guðveldisskólinn árið 2001

1 Það eru margar biblíulegar ástæður fyrir því að taka eins mikinn þátt og hægt er í Guðveldisskólanum. — Orðskv. 15:23; Matt. 28:19, 20; Post. 15:32; 1. Tím. 4:12, 13; 2. Tím. 2:2; 1. Pét. 3:15.

2 Vikuleg biblíulestraráætlun hefur verið fastur liður í skólanum um árabil og samsvarar því að lesin sé ein blaðsíða í Biblíunni á dag. Á komandi ári verður líka settur fyrir biblíulestur í vikunni sem skriflega upprifjunin fer fram. Viðbótarlestraráætlun hefur verið í gangi síðustu þrjú árin en er nú á enda. Ef þú vilt lesa meira í Biblíunni en dagskráin gerir ráð fyrir geturðu búið til þína eigin lestraráætlun.

3 Verkefni nr. 2 þjálfar bræður í ‚lestri úr Ritningunni.‘ (1. Tím. 4:13) Þegar þú færð lesverkefni skaltu æfa þig upphátt aftur og aftur. Þú getur hlustað á biblíusnældur Félagsins til að æfa raddbrigði, áherslur, þagnir og aðra þætti lestrarleikni.

4 Verkefni nr. 3 og 4 byggjast á Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni) sem var sérsamin fyrir boðunarstarfið. Ef úthlutaða efnið er meira en þú kemst á tilskildum tíma skaltu velja úr það sem kemur að bestum notum á safnaðarsvæðinu. Nota má sviðsetningu sem hentar starfssvæðinu.

5 Leggðu þig allan fram við skólaverkefnin. Undirbúðu þig vel og talaðu frá hjartanu. Með því að taka heilshugar þátt í Guðveldisskólanum árið 2001 verðurðu söfnuðinum til hvatningar og nýtur sjálfur góðs af.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila