Vertu sæll í verkum þínum
1 Jesús sagði að meirihluti manna myndi ‚ekki gefa gaum að‘ nærveru sinni frekar en menn sinntu orðum Nóa. (Matt. 24:37-39, NW) Við megum sem sagt búast við því að margir hlusti ekki á fagnaðarerindið um Guðsríki. Hvað getur auðveldað okkur að varðveita gleðina í boðunarstarfinu? — Sálm. 100:2.
2 Í fyrsta lagi þurfum við að hafa hugfast að bæði boðskapurinn og starfsumboðið kemur frá Guði. Ef við fáum lítil viðbrögð í boðunarstarfinu, þrátt fyrir góða viðleitni okkar, er í rauninni verið að hafna Jehóva. Og þegar við munum að Jehóva hefur velþóknun á trúfesti okkar í boðunarstarfinu auðveldar það okkur að varðveita gleði og innri hamingju sem gerendur orðsins. — Jak. 1:25.
3 Í öðru lagi eru enn til menn sem eiga eftir að þiggja hjálpræðisleið Jehóva. Þótt meirihluti manna sé sinnulaus á enn eftir að safna saman sauðumlíkum mönnum, jafnvel núna alveg við lok hinna síðustu daga. Við þurfum að halda áfram að prédika ‚hvar sem við komum í borg eða þorp‘ til að ‚spyrjast fyrir um hver þar sé verðugur.‘ — Matt. 10:11-13.
4 Varðveittu jákvætt hugarfar: Skelfingarsaga falstrúarbragðanna hefur opnað augu sumra. Aðrir eru „hrjáðir og umkomulausir“ í þessum heimi. (Matt. 9:3) Og það þyrmir yfir marga vegna atvinnuleysis, skorts á heilbrigðisþjónustu eða öryggisleysis. Ef við höfum þetta í huga mun það auðvelda okkur að halda starfi okkar ótrauð áfram. Reyndu að koma af stað umræðum sem tengjast áhyggjuefnum fólksins á svæðinu. Sýndu því fram á að Guðsríki sé eina lausnin. Notaðu Ritninguna og ákveðna punkta í ritunum til að ná til hjartna þeirra með fagnaðarerindið. — Hebr. 4:12.
5 Glaðir gerendur orðsins muna alltaf ‚að gleði Jehóva er hlífiskjöldur þeirra.‘ (Nehem. 8:10) Við þurfum ekki að missa gleðina. „Sé [húsið] verðugt, skal friður yðar koma yfir það, en sé það ekki verðugt, skal friður yðar aftur hverfa til yðar.“ (Matt. 10:13) Jehóva endurnýjar gleði okkar og styrk þegar við höldum þolinmóð út í heilagri þjónustu hans og hann blessar trúfesti okkar.