Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.03 bls. 8
  • „Þjónið Drottni með gleði“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Þjónið Drottni með gleði“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Hafðu enn meiri gleði af boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Gleði – eiginleiki sem við fáum frá Guði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Þjónaðu Jehóva með glöðu hjarta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Jehóva þjónað með gleði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 10.03 bls. 8

„Þjónið Drottni með gleði“

1. Hvað getur veitt þjónum Jehóva mikla gleði?

1 „Verið ávallt glaðir í Drottni,“ sagði Páll postuli. „Ég segi aftur: Verið glaðir.“ (Fil. 4:4) Það veitir okkur mikla gleði að mega segja öðrum frá fagnaðarerindinu og kenna sauðumlíku fólki að tilbiðja Jehóva. (Lúk. 10:17; Post. 15:3; 1. Þess. 2:19) En hvað getum við gert ef okkur finnst gleðina stundum vanta í boðunarstarfinu?

2. Hvernig stuðlar það að gleði okkar að hafa hugfast hver fól okkur það verkefni að prédika?

2 Verkefni frá Guði: Mundu að það er Jehóva sem hefur falið okkur það verkefni að prédika. Það er mikill heiður að fá að vera „samverkamenn Guðs“ í því að kunngera fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum. (1. Kor. 3:9) Jesús Kristur er með okkur þegar við sinnum þessu verkefni sem verður aldrei endurtekið. (Matt. 28:18-20) Englarnir taka líka virkan þátt í boðunarstarfinu og hjálpa okkur við hina miklu andlegu uppskeru sem nú á sér stað. (Post. 8:26; Opinb. 14:6) Bæði Biblían og það sem fólk Guðs hefur upplifað sannar svo ekki verður um villst að Jehóva styður þetta starf. Þess vegna prédikum við „frá Guði frammi fyrir augliti Guðs, með því að vér erum í Kristi“. (2. Kor. 2:17) Við höfum því góða ástæðu til að gleðjast.

3. Hvernig hjálpar bænin okkur að varðveita gleðina í boðunarstarfinu?

3 Bænin er nauðsynleg til að viðhalda gleðinni í þjónustu Guðs. (Gal. 5:22) Þar sem við getum aðeins innt þetta verkefni af hendi í krafti Guðs verðum við að biðja einlæglega um anda hans sem hann gefur örlátlega ef við biðjum um hann. (Lúk. 11:13; 2. Kor. 4:1, 7; Ef. 6:18-20) Bænin getur hjálpað okkur að sjá hlutina í réttu ljósi þegar við fáum neikvæð viðbrögð í boðunarstarfinu. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að prédika með djörfung og gleði. — Post. 4:29-31; 5:40-42; 13:50-52.

4. Hvernig hjálpar góður undirbúningur okkur að hafa meiri ánægju af starfinu og hvernig getum við undirbúið okkur vel?

4 Undirbúðu þig vel: Við höfum meiri ánægju af starfinu ef við undirbúum okkur vel. (1. Pét. 3:15) Undirbúningurinn þarf ekki að taka langan tíma. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að fara yfir kynningarnar fyrir blöðin eða hentuga kynningu fyrir ritið sem þú ætlar að bjóða. Þú getur leitað að kynningum í Biblíusamræðubæklingnum eða eldri eintökum af Ríkisþjónustu okkar. Sumum boðberum finnst gott að skrifa niður stuttar kynningar á miða. Öðru hverju líta þeir á hann til að leggja kynninguna á minnið. Þetta hjálpar þeim að sigrast á óöryggi í starfinu og gefur þeim sjálfstraust til að prédika af djörfung.

5. Hvernig getur gleði verið bæði okkur og öðrum til góðs?

5 Gleði hefur margt gott í för með sér. Ánægjulegt viðmót gerir boðskapinn meira aðlaðandi. Gleði styrkir þolgæði okkar. (Nehem. 8:10; Hebr. 12:2) Og umfram allt vegsamar það Jehóva þegar við þjónum honum með gleði. Við skulum því ,þjóna Drottni með gleði‘. — Sálm. 100:2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila