Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.01 bls. 8
  • Kærleikur knýr okkur til að prédika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kærleikur knýr okkur til að prédika
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • „Kærleikur Krists knýr okkur“
    „Komið og fylgið mér“
  • Þú skalt elska Jehóva, Guð þinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Boðunarstarf okkar — merki um ósvikinn kærleika
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • „Farið ... og gerið allar þjóðir að lærisveinum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 3.01 bls. 8

Kærleikur knýr okkur til að prédika

1 Vottar Jehóva eru best þekktir fyrir að boða Guðsríki af kostgæfni. (Matt. 24:14) Meira en sex milljónir boðbera starfa um heim allan. Talan hækkar jafnt og þétt eftir því sem fleiri taka þátt í prédikunarstarfinu.

2 Hvað knýr okkur til að bjóða okkur fram til svona krefjandi verkefnis? Enginn þvingar okkur, lokkar okkur með von um efnislegan ávinning eða upphefð. Í byrjun voru mörg okkar hrædd því að okkur fannst við ekki vera starfinu vaxin, og því að viðbrögð voru oft neikvæð. (Matt. 24:9) Fæstir skilja hvað knýr okkur til að prédika. Það hlýtur að vera sterk ástæða fyrir því að við höldum áfram.

3 Kraftur kærleikans: Jesús benti á æðsta boðorðið þegar hann sagði að við ‚skyldum elska Jehóva af öllu hjarta, sálu, huga og mætti.‘ (Mark. 12:30) Kærleikur okkar til Jehóva er sprottinn af djúpri virðingu fyrir honum. Hann er stjórnandi alheimsins, skapari allra hluta sem er ‚verður að fá dýrð, heiður og mátt.‘ (Opinb. 4:11) Eiginleikar hans eru óviðjafnanlegir. — 2. Mós. 34:6, 7.

4 Þar sem við þekkjum og elskum Jehóva finnum við okkur knúin til að láta ljós okkar lýsa meðal mannanna. (Matt. 5:16) Ljós okkar lýsir þegar við lofum hann opinberlega, segjum frá dásemdarverkum hans og breiðum út boðskapinn um ríki hans. Við höldum á „eilífum fagnaðarboðskap, til að boða . . . sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð,“ rétt eins og engillinn í háhvolfi himins. (Opinb. 14:6) Kærleikur okkar er aflið að baki þessu alþjóðlega boðunarstarfi.

5 Heimurinn telur prédikun okkar vera ‚heimsku‘ sem á að hunsa. (1. Kor. 1:18) Mikið hefur verið reynt til að stöðva starf okkar. Tryggur kærleikur okkar hefur styrkt okkur til að lýsa yfir eins og postularnir: „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt. . . . Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ (Post. 4:20; 5:29) Boðunarstarfið vex í öllum heimshornum þrátt fyrir andstöðu.

6 Kærleikur okkar til Jehóva er eins og eldur sem knýr okkur til að víðfrægja dáðir hans. (Jer. 20:9; 1. Pét. 2:9) Við höldum áfram að ‚gera máttarverk hans kunn meðal þjóðanna því að dásemdarverk hefur hann gert‘! — Jes. 12:4, 5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila