Hljótum lof fyrir góða breytni
1 „Það er einhver friðsæld yfir þeim sem ég hef aldrei séð hjá nokkrum öðrum.“ „Það er einstaklega ánægjulegt að fá þennan hóp hingað.“ Þetta eru dæmigerð ummæli utanaðkomandi fólks eftir landsmótin á síðasta ári og þau undirstrika hið góða orðspor sem fer af okkur. (Orðskv. 27:2; 1. Kor. 4:9) En í reynd er það Jehóva sem fær lofið fyrir góða breytni okkar. (Matt. 5:16) Landsmótið „Kennarar orðsins,“ sem nú stendur fyrir dyrum, býður upp á ný tækifæri til að lofa Guð.
2 Á hverju ári fáum við vinsamlegar leiðbeiningar um viðeigandi breytni á mótunum. Af hverju? Af því að hugsunarháttur, klæðnaður og hegðun heimsins versnar jafnt og þétt. En við viljum ekki berast með straumnum og spilla góðu mannorði okkar. — Ef. 2:2; 4:17.
3 Ritstjóri hjá bandarísku stórborgarblaði skrifaði eftir eitt af umdæmismótum síðasta árs: „Framkoma vottanna vekur þó mesta athygli. Það er ánægjuleg tilbreyting að sjá slíkan fjölda sýna af sér þá reisn og virðingu sem þeir gera. Hundruð fjölskyldna af öllum hugsanlegum kynþáttum og þjóðernum streymdu hljóðlega inn á leikvanginn, klæddar sínu fínasta pússi. Framkoma þeirra stingur mjög í stúf við þá hópa sem algengastir eru á leikvanginum. Vottarnir stinga reyndar í stúf við aðra hópa, hvar sem þeir safnast saman. Ruddaleg framkoma á almannafæri er orðin allt of algeng. . . . Það er hressandi að sjá vottana hópast saman.“ Spillum aldrei andlegum hugblæ mótanna með óviðeigandi klæðnaði eða útliti. — Fil. 1:10; 1. Tím. 2:9, 10.
4 Skírnþegar ættu að sýna helgi skírnarathafnarinnar fulla virðingu, meðal annars með því að klæðast smekklegum og viðeigandi sundfatnaði. Gott væri fyrir mótið að fara með biblíunemandanum yfir „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum 1. september 1995.
5 Háttprýði og góð breytni ber kristinni trú okkar vitni og auðveldar hjartahreinum mönnum að koma auga á sannleikann. Við skulum því ‚gera það sem gott er‘ og hljóta lof fyrir á landsmótinu „Kennarar orðsins.“ — Rómv. 13:3.