Reyndu að finna heyrnarlausa á starfssvæði safnaðarins
1 Jehóva lætur boð út ganga: „‚Kom þú!‘ . . . Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.“ (Opinb. 22:17) Fjöldi heyrnarlausra hefur þegið boðið þannig að á síðustu árum hafa verið stofnaðir söfnuðir og hópar heyrnarlausra víða um lönd. Heyrnarlausir eru mun fljótari að tileinka sér sannleikann en ella ef þeir geta átt samneyti við táknmálstalandi votta á safnaðarsamkomum.
2 Félagið hefur líka gefið út myndbönd á ýmsum tungumálum með táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Ýmis kennslurit, svo sem Kröfubæklingurinn og Þekkingarbókin, hafa verið gefin út á myndböndum á táknmáli ýmissa landa. Þessi gögn hafa verið notuð með góðum árangri til að kenna heyrnarlausum og heyrnarskertum sannleikann í þessum löndum.
3 Hvað getur þú gert? Hefurðu séð fólk tala táknmál á almannafæri? Veistu af einhverjum á vinnustaðnum eða í skólanum sem á heyrnarlausan ættingja? Vertu vakandi fyrir því í dagsins önn að finna heyrnarlausa og gerðu síðan ráðstafanir til þess að þeir fái að heyra fagnaðarerindið um ríkið.
4 Að boða þeim fagnaðarerindið: Hvað er hægt að gera til að koma fagnaðarerindinu á framfæri við heyrnarlausa sem tala íslenskt táknmál? Hópur boðbera hér á landi er að læra táknmál í þeim tilgangi að ná til þessa hóps á því máli sem hann skilur best. (Post. 16:9, 10) Það er mikils virði fyrir hvern sem er að fá tækifæri til að kynnast fagnaðarerindinu á sínu eigin máli. Heyrnarlausir eru engin undantekning. Þó að þeir geti haft gagn af íslensku ritmáli nær fagnaðarerindið miklu betur til þeirra ef það er flutt á táknmáli.
5 Láttu vita ef þú finnur heyrnarlausa: Ef þú finnur heyrnarlausa í boðunarstarfinu eða í dagsins önn skaltu útfylla miðann „Vinsamlegast fylgið eftir“ til að táknmálstalandi boðberar geti heimsótt þá. Sendu miðann svo til Félagsins. Láttu vita af heyrnarlausum sem þú finnur, þó svo að enginn táknmálstalandi boðberi búi á safnaðarsvæðinu eða í grenndinni. Það er vel hugsanlegt að boðberar geti komið annars staðar frá til að heimsækja hinn heyrnarlausa. Auðvitað er alltaf hægt að tala við þá sem eru heyrandi í fjölskyldunni en það kemur ekki í staðinn fyrir það að ná beint til hins heyrnarlausa á því máli sem hann skilur best — íslensku táknmáli.
6 Með því að vera vakandi fyrir því að finna heyrnarlausa á safnaðarsvæðinu geturðu lagt þitt af mörkum til þess að þeir fái ókeypis lífsins vatn. — Matt. 10:11.