Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.01 bls. 7
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins á næsta þjónustuári
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Ný svæðismótsdagskrá
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 8.01 bls. 7

Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Stef sérstaka mótsdagsins fyrir nýja þjónustuárið hefur sterka biblíulega skírskotun: ‚Gefið ykkur Guði á vald — standið gegn djöflinum.‘ (Jak. 4:7) Þetta eru góðar leiðbeiningar á þessum erfiðu tímum. Ef við fylgjum fyrirmælum Guðs erum við í beinni andstöðu við Satan. Dagskráin sýnir okkur hvernig við getum staðið gegn illum áformum hans sem geta eyðilagt trú okkar. Hvaða andlega gimsteina fáum við á þessu móti?

Farandhirðirinn sýnir fram á hvernig „undirgefni í fjölskyldunni“ hjálpar fjölskyldum að standast álag heimsins. Í ræðunni „Að standa gegn djöflinum,“ verður útskýrt af hverju við þurfum að vera staðráðin í að standa gegn tilraunum hans til að spilla andlegu hugarfari okkar og hvernig við getum gert það. Tvær ræður fjalla sérstaklega um unglinga en þeir verða líka að vera vakandi fyrir vélabrögðum Satans. Margir kristnir menn, sem komnir eru á fullorðinsaldur, neituðu að fylgja heiminum á unglingsárunum. Við munum hafa gaman af því að heyra reynslufrásagnir þeirra.

Allir menn verða að lúta yfirvaldi. Í lokaræðunni verður bent á fjögur svið þar sem við verðum að sýna undirgefni: (1) gagnvart yfirvöldum, (2) í söfnuðinum, (3) á vinnustað og (4) í fjölskyldunni. Þetta verður gagnleg dagskrá.

Þeir sem vilja skírast á þessum sérstaka mótsdegi verða að láta umsjónarmann í forsæti vita eins fljót og unnt er. Við ættum öll að merkja þennan dag inn á dagatalið okkar og gera ráðstafanir til að vera viðstödd alla mótsdagskrána. Við fáum óþrjótandi blessun þegar við erum undirgefin Jehóva að eilífu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila