Ný dagskrá fyrir sérstaka mótsdaginn
1 Þó að fjölmiðlar og kennarar fari fögrum orðum um efnislegan auð hvetur orð Guðs okkur til að ‚vera rík af góðum verkum.‘ (1. Tím. 6:18) Það er stef sérstaka mótsdagsins fyrir þjónustuárið 2003. Hvaða hvatningu fáum við á þessu móti?
2 Farandhirðirinn mun ræða um það hvað felst í því að ‚vera rík í augum Guðs‘ og eiga viðtal við nokkra sem keppa eftir andlegum auði. Fulltrúi deildarskrifstofunnar bendir á það hvernig fólk Guðs er að vinna „góð verk núna á uppskerutímanum.“ Við verðum öll hvött til að hugleiða hvernig við getum tekið aukinn þátt í uppskerustarfi Guðs sem nú er verið að vinna.
3 Við erum mjög ánægð að sjá kristna unglinga keppa að andlegum auði. Það heiðrar Jehóva og hjálpar unga fólkinu að búa sig undir önnur þjónustusérréttindi í framtíðinni. Í ræðunni „Unglingum hrósað fyrir að lofa Jehóva með góðum verkum“ verður bent á þau góðu verk sem kristnir unglingar á svæðinu hafa unnið.
4 Hver er árangurinn af því að vinna góð verk? Fulltrúi deildarskrifstofunnar flytur lokaræðuna sem nefnist: „Höldum áfram að vinna góð verk og uppskerum blessun Jehóva.“ Hann fjallar um fjögur svið þar sem við uppskerum ríkulega blessun: (1) sem einstaklingar, (2) fjölskyldur, (3) söfnuður og (4) alþjóðlegt skipulag.
5 Þeir sem hafa vígt sig Jehóva fá tækifæri til að láta skírast. Ef þú ert tilbúinn til að stíga það skref skaltu strax láta umsjónarmann í forsæti vita.
6 Gerðu ráðstafanir til að vera viðstaddur mótið um leið og þú hefur fengið að vita hvenær það verður haldið. Ráðgerðu að mæta tímanlega svo að þú getir verið með í upphafssöngnum og bæninni. Ef við erum viðstödd alla dagskrána og tökum vel eftir gefur mótið okkur kraft til að halda áfram á veginum sem gerir okkur raunverulega rík í augum Jehóva, Guðs okkar.