Höfum sem mest gagn af landsmótinu „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“
1 Endurnærandi dagskrá: Dagskrá nýliðins landsmóts var svo sannarlega hvetjandi. Við komum saman í þeim tilgangi að verða enn færari í að boða Guðsríki af kostgæfni. Manst þú hvernig fyrsti ræðumaðurinn skilgreindi hugtakið að „boða“? Manst þú hvað ræðan „Óttumst ekki — Jehóva er með okkur“ hvatti okkur til að rannsaka? Hvaða ævisögur hefur þú kynnt þér?
2 Ræðusyrpan „Trúarstaðfestan er reynd í ýmsum prófraunum“ benti á að það eru þrjár aðalástæður fyrir því að Jehóva leyfir ofsóknir. Getur þú útskýrt hverjar þær eru? Hver er hin biblíulega ástæða fyrir því að kristnir menn eru hlutlausir? Hvernig vorum við hvött til að búa okkur undir erfiðleika sem hlutleysisafstaða okkar getur haft í för með sér? Hvernig er það Jehóva til lofs að við erum trúföst í prófraunum?
3 Hvaða atriði leikritsins „Verið staðföst á erfiðum tímum“ styrktu þig sérstaklega? Hvernig getum við líkt eftir Jeremía?
4 Í opinbera fyrirlestrinum, „Mynd þessa heims breytist,“ var lýst þýðingarmiklum breytingum sem eru undanfari hins ógurlega dags Guðs. Hvaða breytingar eru þetta? Hvernig heimfærðir þú upplýsingarnar í lokaræðunni, „Kostgæfir boðberar Guðsríkis — verið auðugir að góðum verkum,“ upp á boðunarstarf þitt? Hvað er framundan?
5 Tileinkum okkur aðalatriðin: Hvernig getum við sýnt Jehóva innilegt þakklæti eins og fram kom í ræðunni „Verið þakklát“? Í aðalræðunni, „Boðberar Guðsríkis hafa brennandi kostgæfni,“ vorum við hvött til að líkja eftir kostgæfni annarra. Hverja eigum við að taka okkur til fyrirmyndar? Hvernig sjálfsrannsókn vorum við hvött til að gera?
6 Hvaða þrjár kröfur þurfum við að uppfylla til að hljóta velþóknun Jehóva, eins og fram kom í ræðusyrpunni „Spádómur Míka styrkir okkur í að ganga í nafni Jehóva“? Rísum við undir þessum kröfum? (Míka 6:8) Á hvaða vegu verðum við að halda okkur siðferðilega hreinum eins og bent var á í ræðunni „Varðveittu hjartað og vertu hreinlífur“? Á hvaða sviðum vorum við hvött, í ræðunni „Varaðu þig á blekkingum,“ til að láta ekki blekkjast og blekkja ekki aðra?
7 Hvaða atriði ert þú farinn að nýta þér í boðunarstarfinu sem fram komu í ræðusyrpunni „Boðberar sem vegsama þjónustu sína“? Filippíbréfið 4:8 var krufið til mergjar í ræðunni „Andlegar samræður eru uppbyggilegar.“ Hvernig hjálpar ritningarstaðurinn okkur að halda samræðum okkar á andlegu plani og hvenær ættum við að leggja okkur fram við það?
8 Í ræðunni „Treystu Jehóva fullkomlega þegar erfiðleikar steðja að“ var fjallað um það hvernig við getum tekist á við sorglega atburði, fjárhagserfiðleika, heilsubrest, fjölskylduvandamál og þrálátan breyskleika. Hvernig getum við sýnt að við treystum Jehóva þegar svona erfiðleika ber að garði?
9 Nýir andlegir dýrgripir: Það var ánægjulegt að fá nýju bókina Worship the Only True God (Tilbiðjið hinn eina sanna Guð). Hvaða áhrif hafði tilkynningin, þar sem lýst var tilgangi bókarinnar, á þig? Hvers vegna kemur bókin að gagni þegar við gerum menn að lærisveinum?
10 Því næst fengum við í hendur fallega bók sem nefnist Draw Close to Jehovah (Nálægðu þig Jehóva). Hvað einkennir bókina helst? Hvaða myndir höfða sérstaklega til þín? Hefur lestur bókarinnar fært þig nær Jehóva? Hverjir gætu líka haft gagn af henni?
11 Landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“ veitti okkur andlega hvatningu sem við þörfnumst til að láta ekki bugast á þessum erfiðu tímum. Við skulum leggja okkur fram um að muna það sem sagt var, vera þakklát fyrir það sem við fengum og fara eftir því sem við lærðum. Þá höfum við raunverulegt gagn af þessu frábæra móti. (2. Pét. 3:14) Ef við gerum það fáum við styrk til að vera ráðvönd og reynast kostgæfir boðberar Guðsríkis, í samræmi við fyrirmynd Drottins okkar Jesú Krists og Jehóva til lofs. — Fil. 1:9-11.