Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.02 bls. 1
  • Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Bóknámsumsjónarmenn sýna persónulegan áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Hvernig getur starfshópurinn verið okkur til góðs?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 11.02 bls. 1

Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið

1 Við höfum öll mikið gagn af safnaðarbóknáminu. Í síðasta mánuði ræddum við um það hvernig bóknámsumsjónarmaðurinn rækir skyldur sínar. En hvað getum við gert til að leggja honum lið þannig að bæði við og aðrir njóti góðs af?

2 Mættu í hverri viku: Þar sem bóknámshóparnir eru hafðir fámennir skiptir nærvera þín miklu máli. Settu þér það markmið að mæta í hverri viku. Þú getur einnig lagt þitt af mörkum með því að vera stundvís því að það gerir umsjónarmanninum kleift að hefja samkomuna á réttum tíma. — 1. Kor. 14:40.

3 Uppbyggjandi svör: Annað sem þú getur gert er að vera vel undirbúinn og gefa uppbyggjandi svör. Yfirleitt er best að svörin fjalli um aðeins eitt atriði og það getur líka hvatt aðra til að leggja eitthvað til málanna. Reyndu ekki að taka fyrir allt í greininni. Ef eitthvað snertir þig sérstaklega geturðu auðgað umræðurnar með því að koma því á framfæri. — 1. Pét. 4:10.

4 Ef þú hefur þau sérréttindi að lesa greinarnar fyrir hópinn skaltu leggja þig allan fram um að lesa vel. Góður lestur stuðlar að góðri og uppbyggilegri námsstund. — 1. Tím. 4:13.

5 Hópstarf: Samkomur fyrir boðunarstarfið eru haldnar á mörgum bóknámsstöðum. Með því að styðja þessar samkomur leggurðu umsjónarmanninum lið er hann tekur forystuna í boðun fagnaðarerindisins. Líttu á þessar ráðstafanir sem tækifæri til að nálægjast trúsystkini þín og hvetja þau.

6 Starfsskýrslur: Þú leggur umsjónarmanninum einnig lið með því að skila starfsskýrslunni þinni stundvíslega í lok hvers mánaðar. Þú getur látið hann fá skýrsluna beint eða látið hana í starfsskýrslukassann í ríkissalnum. Ritarinn getur notað skýrslukassann til að safna skýrslum sem bóknámsumsjónarmenn hafa fengið hjá boðberum.

7 Samvinna þín við bóknámsumsjónarmanninn er mikils metin. Og þú getur verið viss um að Jehóva ,verði með anda þínum.‘ — Fil. 4:23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila