Þú þarft að sjá myndbandið No Blood — Medicine Meets the Challenge
Hve mikið veistu um mögulega læknismeðferð án blóðgjafar? Skilurðu í hverju meðferðarúrræðin eru fólgin og hvernig þau virka? Horfðu á myndbandið No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað) og notaðu eftirfarandi spurningar til að prófa þekkingu þína. — Athugið: Þar sem sýnd eru nokkur stutt myndskeið frá raunverulegum uppskurðum þurfa foreldrar að vega og meta hvort þeir láti ung börn horfa á myndbandið með sér.
(1) Hver er aðalástæðan fyrir því að vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjöf og hvar er þessa meginreglu að finna í Biblíunni? (2) Hverju óskum við eftir í sambandi við læknismeðferð? (3) Hvaða grundvallarrétt hafa sjúklingar? (4) Af hverju er það skynsamleg og ábyrg afstaða að hafna blóðgjöf? (5) Hvað tvennt þurfa læknar fyrst og fremst að hugsa um ef sjúklingur missir mikið blóð? (6) Hvaða hættur fylgja blóðgjöfum? (7) Nefndu dæmi um tæki og aðferðir sem læknar nota til að draga úr blóðmissi við skurðaðgerðir. (8) Hvaða upplýsingar ættirðu að vilja fá um öll meðferðarúrræði án blóðgjafar sem koma til álita? (9) Er hægt að gera stórar og flóknar skurðaðgerðir án blóðgjafar? (10) Hvað eru æ fleiri læknar fúsir til að gera fyrir votta Jehóva og hvað kann að verða venjuleg, hefðbundin meðferð fyrir alla sjúklinga þegar fram líða stundir?
Það er eflaust gagnlegt að horfa á þetta myndband með biblíunemendum, vantrúuðum maka eða ættingjum, vinnufélögum, kennurum og skólafélögum sem kunna að spyrja okkur um afstöðu okkar til blóðgjafa. Hver og einn þarf að gera það upp við samvisku sína hvort hann þiggur ákveðin meðferðarúrræði sem myndbandið fjallar um. — Sjá „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum 1. júlí og 1. desember 2000.