Myndband um þýðingarmikla framþróun í læknismeðferð
Lögfróðir menn og læknar leggja nú meiri áherslu en áður á siðfræðileg sjónarmið og réttindi sjúklinga. Það hefur stuðlað að því að teknar hafa verið upp nýjar aðferðir og ný meðferðarúrræði sem vottar Jehóva njóta góðs af. (Post. 15:28, 29) Um þetta er fjallað á myndbandinu Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights (Læknismeðferð án blóðgjafar — þarfir og réttindi sjúklinga). Horfðu á myndbandið og rifjaðu síðan upp það sem þú lærðir. — Athugið: Þar sem sýnd eru stutt myndskeið frá skurðaðgerðum ættu foreldrar að fara varlega í að leyfa ungum börnum að horfa á myndbandið.
(1) Hvers vegna er læknastéttin að endurmeta nauðsyn blóðgjafa? (2) Nefndu þrjú dæmi um flóknar skurðaðgerðir án blóðgjafar. (3) Hve margir læknar í heiminum hafa gefið til kynna að þeir séu fúsir til að veita læknismeðferð án blóðgjafar? Hvers vegna eru þeir fúsir til þess? (4) Hvað hafa nýlegar rannsóknir á sjúkrahúsum leitt í ljós varðandi blóðgjafir? (5) Hvaða áhætta fylgir blóðgjöfum? (6) Að hvaða niðurstöðu hafa margir sérfræðingar komist varðandi aðferðir sem beita má í stað blóðgjafa? (7) Hvað veldur blóðleysi? Hve mikinn blóðmissi þolir fólk? Hvað er hægt að gera til að bæta upp blóðmissi? (8) Hvernig er hægt að örva rauðkornamyndun í líkama sjúklings? (9) Hvaða aðferðum er beitt til að draga úr blóðmissi í skurðaðgerð? (10) Kemur læknismeðferð án blóðgjafar til greina þegar ung börn eiga í hlut eða lífshættuleg slysa- og bráðatilfelli eru annars vegar? (11) Hver er ein helsta grundvallarregla góðrar læknasiðfræði? (12) Hvers vegna er mikilvægt að kristnir menn ákveði fyrir fram að velja læknismeðferð án blóðgjafar? Hvernig er hægt að gera það?
Á myndbandinu eru sýnd dæmi um læknismeðferð sem er þess eðlis að hver og einn þarf að gera það upp við biblíufrædda samvisku sína hvort hann þiggur hana. Hefur þú ákveðið hvaða meðferð þú ætlar að þiggja handa sjálfum þér og börnum þínum? Nánustu ættingjar, sem eru ekki vottar, ættu einnig að vita hvað þú hefur ákveðið og hvers vegna. — Sjá „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum 1. júlí og 1. desember 2000.