Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.03 bls. 8
  • Orð Guðs er sannleikur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Orð Guðs er sannleikur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • „Orð Guðs er ... kröftugt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • ‚Orð Guðs er kröftugt‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Heldur þú orði Guðs á lofti?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • ,Göngum á vegi sannleikans‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 5.03 bls. 8

Orð Guðs er sannleikur

1. Hvaða mikilvægar upplýsingar inniheldur Biblían?

1 „Sérhvert orð þitt er satt,“ skrifaði sálmaritarinn. (Sálm. 119:160, Biblíurit, ný þýðing 2003) Jehóva notar innblásið orð sitt til að veita fullnægjandi svör við mikilvægustu spurningum lífsins. Hann huggar þá sem eiga erfitt og veitir þeim von. Hann sýnir okkur líka hvernig við getum styrkt sambandið við sig. „Að læra sannleikann frá Biblíunni er eins og að yfirgefa mjög dimman og drungalegan stað og koma inn í hreint, bjart og notalegt herbergi,“ segir þakklát kona. Leggur þú þig allan fram við að segja öðrum frá sannleika Biblíunnar við hvert tækifæri?

2. Hvernig breytir Biblían lífi fólks til hins betra?

2 Biblían breytir lífi fólks og höfðar til allra: Sannleikur Biblíunnar er kröftugur og getur snert hjörtu manna og breytt lífi þeirra. (Hebr. 4:12) Ung kona, sem heitir Rosa, hafði leiðst út í vændi og byrjað að misnota áfengi og neyta fíkniefna. Hún segir: „Dag einn lá mér við algerri örvilnun, en þá hitti ég vottahjón sem sögðu mér hvernig Biblían getur hjálpað okkur að leysa vandamál. Ég fór að kynna mér Biblíuna og mér fannst hún heillandi. Innan mánaðar hafði ég styrk til að hefja nýtt og siðferðilega hreint líf. Núna hafði ég tilgang í lífinu og þurfti því ekki lengur á áfengi og fíkniefnum að halda. Ég var ákveðin í að lifa samkvæmt lífsreglum Jehóva vegna þess að mig langaði svo til að verða vinur hans. Ef ég hefði ekki fengið að heyra viskuna í orði Guðs væri ég örugglega búin að svipta mig lífi.“ — Sálm. 119:92.

3. Hvers vegna ættum við ekki að hika við að segja öðrum frá boðskap Biblíunnar?

3 Ólíkt flestum bókum höfðar Biblían til manna ,af alls kyns fólki, kynkvíslum, lýðum og tungum.‘ (Opinb. 7:9) Guð vill að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2:4) Við ættum því aldrei að hugsa sem svo að einhver vilji ekki taka við fagnaðarerindinu bara út af fyrra líferni. Við ættum heldur að segja öllum frá fagnaðarerindinu með því að nota Biblíuna við hvert tækifæri.

4. Hvernig getum við notað Biblíuna í starfinu?

4 Leggðu áherslu á Biblíuna: Þér bjóðast mörg tækifæri til að nota Biblíuna í boðunarstarfinu. Þegar þú kynnir blöðin væri gott að sýna viðmælanda ritningarstaðinn sem er í kynningartillögunum. Sumir hafa náð góðum árangri með því að lesa vel valinn ritningarstað þegar þeir bjóða tilboð mánaðarins. Sýndu að minnst kosti einn ritningarstað í hverri endurheimsókn til að hjálpa húsráðanda smám saman að afla sér nákvæmrar þekkingar. Þegar þú heldur biblíunámskeið skaltu byggja umræðurnar á aðalritningarstöðunum. Þótt þú sért ekki formlega í starfinu væri gott að hafa Biblíuna tiltæka því að þú gætir fengið tækifæri til að vitna óformlega. — 2. Tím. 2:15.

5. Hvers vegna ættum við að leggja okkur fram við að nota Biblíuna í starfinu?

5 Hjálpum öðrum að njóta góðs af krafti Biblíunnar með því að nota hana í boðunarstarfinu hvenær sem færi gefst.— 1. Þess. 2:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila