Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.03 bls. 1
  • Íklæðist auðmýkt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Íklæðist auðmýkt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Jehóva metur auðmjúka þjóna sína mikils
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Verum lítillát
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • „Ég er … lítillátur í hjarta“
    „Komið og fylgið mér“
  • Fordæmi í lítillæti til eftirbreytni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 9.03 bls. 1

Íklæðist auðmýkt

1 Ungir fjárhirðir treystir Jehóva og sigrar mikinn stríðsmann. (1. Sam. 17:45-47) Auðugur maður stenst þolgóður hörmungar. (Job. 1:20-22; 2:9, 10) Sonur Guðs gefur föður sínum allan heiðurinn af kennslu sinni. (Jóh. 7:15-18; 8:28) Í öllum þessum dæmum var auðmýkt grundvallaratriði. Auðmýkt er líka nauðsynleg við ýmsar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir nú á tímum. — Kol. 3:12.

2 Í boðunarstarfinu: Við kynnum fagnaðarerindið með auðmýkt fyrir alls konar fólki og höfum ekki fordóma gagnvart neinum vegna kynþáttar, menningar eða uppruna. (1. Kor. 9:22, 23) Ef einhverjir eru hranalegir eða hafna hrokafullir boðskapnum um ríkið svörum við ekki í sömu mynt heldur höldum þolinmóð áfram að leita að verðugu fólki. (Matt. 10:11, 14) Við gerum okkur grein fyrir því að orð Guðs hefur meiri áhrif en það sem við segjum frá eigin brjósti og þess vegna beinum við athyglinni að orði Guðs frekar en að reyna að ganga í augun á öðrum með þekkingu okkar eða menntun. (1. Kor. 2:1-5; Hebr. 4:12) Við líkjum eftir Jesú og gefum Jehóva dýrðina. — Mark. 10:17, 18.

3 Innan safnaðarins: Bræður og systur verða líka að ‚skrýðast lítillætinu hvert gagnvart öðru‘. (1. Pét. 5:5) Ef við metum aðra bræður meira en okkur sjálf leitum við leiða til að þjóna þeim í stað þess að ætlast til að þeir þjóni okkur. (Jóh. 13:12-17; Fil. 2:3, 4) Okkur á ekki að finnast verk eins og að þrífa ríkissalinn vera fyrir neðan okkar virðingu.

4 Auðmýkt auðveldar okkur að ‚umbera hvert annað í kærleika‘ og stuðlar þannig að friði og samheldni innan safnaðarins. (Ef. 4:1-3) Hún hjálpar okkur að vera undirgefin þeim sem fara með forystuna í söfnuðinum. (Hebr. 13:17) Hún fær okkur til að fylgja hvaða ráðum og ögun sem við fáum. (Sálm. 141:5, NW) Og auðmýktin fær okkur til að treysta á Jehóva þegar við sinnum sérréttindum sem við fáum innan safnaðarins. (1. Pét. 4:11) Við viðurkennum, eins og Davíð, að velgengni er ekki háð mannlegum hæfileikum heldur blessun Guðs. — 1. Sam. 17:37.

5 Frammi fyrir Guði: Við þurfum umfram allt að ‚auðmýkja okkur undir Guðs volduga hönd‘. (1. Pét. 5:6) Ef við búum við erfiðar aðstæður þráum við lausnina sem ríki Guðs veitir. Við sýnum auðmýkt og þolinmæði og bíðum þar til Jehóva uppfyllir loforð sín á tilsettum tíma. (Jak. 5:7-11) Okkur er, eins og hinum ráðvanda Job, mest í mun að ‚nafn Jehóva verði lofað‘. — Job. 1:21.

6 Spámaðurinn Daníel ‚lítillætti sig fyrir Guði sínum,‘ og Jehóva blessaði hann með velþóknun sinni og veitti honum mörg sérréttindi. (Dan. 10:11, 12) Við skulum því einnig íklæðast auðmýkt þar sem við vitum að „laun auðmýktar, ótta Drottins, eru auður, heiður og líf“. — Orðskv. 22:4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila