Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. nóvember
„Sumum finnst þeir vera fastir í ástlausu hjónabandi. Hvar getur fólk leitað hjálpar ef því líður þannig? [Gefðu kost á svari.] Biblían fullvissar okkur um að þær lífsreglur, sem Guð setur, geti hjálpað okkur. [Lestu Jesaja 48:17, 18.] Í þessu tölublaði Varðturnsins er fjallað um ýmsar af lífsreglum Biblíunnar sem geta styrkt hjónabandið.“
Vaknið! október-desember
„Fólk virðist ekki hafa eins miklar mætur á góðu siðferði og góðum mannasiðum nú og áður fyrr. Hefurðu tekið eftir því? [Gefðu kost á svari.] Það er athyglisvert að Biblían skyldi spá þessu. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.] Í þessu tölublaði Vaknið! er rætt um það hvers vegna gildismat manna breytist og hvað framtíðin beri í skauti sér.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Við höfum verið að tala við fólk um það hvers vegna það eru svona mörg trúarbrögð í heiminum, þó er Biblían aðeins ein. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir trúarbragðaóreiðunni? [Gefðu kost á svari. Flettu upp á 13. kafla í Kröfubæklingnum og lestu upphafsspurningarnar.] Þú færð fullnægjandi svör við þessum spurningum með því að lesa þennan kafla.“