Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. október
„Mörgum finnst Gamla testamentið koma að góðu gagni sem söguleg heimild. En þeir velta samt fyrir sér hvort leiðbeiningar þess eigi við í dag. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Rómverjabréfið 15:4.] Í þessu blaði er bent á að Gamla testamentið innihaldi góð ráð fyrir daglega lífið og veiti von um betri framtíð.“
Vaknið! október-desember
„Heldurðu að börn búi við hættulegri aðstæður núna en fyrr á árum? [Gefðu kost á svari.] Margir telja að við lifum á þeim tímum sem er lýst hérna. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.] Í þessu blaði er að finna ýmis hagnýt ráð til að hjálpa foreldrum að vernda börnin gegn kynferðisafbrotamönnum.“
Vaknið! október-desember
„Flestir þrá góða heilsu og langt líf. Heldurðu að jákvæðni geti bætt heilsufarið? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Orðskviðina 17:22.] Í þessari grein er rætt um gildi þess að temja sér bjartsýni.“ Sýndu greinina sem byrjar á blaðsíðu 18.