Ertu viðbúinn slysi eða bráðatilfelli?
Slys og bráðatilfelli gera ekki boð á undan sér. (Jak. 4:14) Þess vegna er viturlegt að undirbúa sig eins vel og hægt er. (Orðskv. 22:3) Hefur þú ákveðið hvaða læknismeðferðir þú samþykkir og tekið það fram skriflega? Til þess að aðstoða þig hefur verið gerð heimildarmyndin Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights, og er hún sú seinni af tveimur á mynddisknum sem ber heitið Transfusion-Alternatives — Documentary Series. Athugaðu hvort þú getir svarað eftirfarandi spurningum á meðan þú horfir á myndina. Foreldrar ættu að fara varlega í að leyfa ungum börnum að horfa á mynddiskinn vegna þess að sýnd eru stutt myndbrot af skurðaðgerðum.
(1) Hvers vegna eru sumir í læknastéttinni að endurmeta nauðsyn blóðgjafa? (2) Nefndu þrjú dæmi um flóknar skurðaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið án blóðgjafa. (3) Af hverju eru þúsundir lækna og skurðlækna um allan heim reiðubúnir að meðhöndla sjúklinga án blóðgjafa? (4) Hvað hafa nýlegar rannsóknir á sjúkrahúsum leitt í ljós um notkun blóðs? (5) Hvaða áhætta fylgir blóðgjöfum? (6) Að hvaða niðurstöðu hafa margir sérfræðingar komist varðandi gagnið af læknismeðferð án blóðgjafar? (7) Hvað veldur blóðmissi og hvað er hægt að gera til þess að bæta hann upp? (8) Hvernig er hægt að örva rauðkornamyndun líkamans? (9) Hvaða aðferðum er beitt til að draga úr blóðmissi í skurðaðgerð? (10) Kemur læknismeðferð án blóðgjafar til greina þegar ung börn eiga í hlut eða lífshættuleg slysa- og bráðatilfelli eru annars vegar? (11) Hver er ein helsta siðaregla góðrar læknismeðferðar?
Ekki bíða þangað til þú stendur frammi fyrir bráðatilfelli að ákveða hvaða læknismeðferðir þú samþykkir eða hafnar. Sumar meðferðirnar, sem sýndar eru í myndinni, eru samviskumál. Hægt er að fá nánari upplýsingar í sjöunda kafla bókarinnar „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ og viðauka á bls. 215-218. Sjá einnig viðauka Ríkisþjónustu okkar frá nóvember 2006. Þessar upplýsingar geta hjálpað þér að taka upplýsta ákvörðun. Ef þú ert skírður skaltu gefa val þitt til kynna á yfirlýsingunni um læknismeðferð og hafa hana meðferðis öllum stundum.
[Innskot á bls. 3]
Hefur þú ákveðið hvaða læknismeðferðir þú samþykkir og tekið það fram skriflega?