Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.03 bls. 6
  • Hjálpum þeim sem hneigjast til eilífs lífs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpum þeim sem hneigjast til eilífs lífs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Endurheimsóknir eru undanfari biblíunámskeiðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Undirbúningur — lykillinn að árangursríkum endurheimsóknum
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Byggðu á áhuganum með því að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 12.03 bls. 6

Hjálpum þeim sem hneigjast til eilífs lífs

1. Hverjum safnar Jehóva til sín nú á dögum?

1 Allir hafa ákveðnar tilhneigingar. (Matt. 12:35) Biblían talar um þá sem hafa ‚ófrið í hjarta sínu‘. (Sálm. 55:22) Og sumir eru ‚bráðlyndir‘. (Orðskv. 29:22) En síðan eru þeir sem ‚hneigjast til eilífs lífs‘. (Post. 13:48, NW) Jehóva safnar til sín þess konar fólki nú á dögum. (Hagg. 2:7) Hvernig getum við hjálpað því til þess að tilbiðja Jehóva?

2. Hvað felst í því að gera fólk að lærisveinum?

2 Farðu samviskusamlega í endurheimsóknir: Við þurfum að hafa rétt viðhorf til endurheimsókna til að gera fólk að lærisveinum eins og okkur er falið. (Matt. 28:19, 20) Fylgjum við áhuganum kostgæfilega eftir? Förum við aftur til allra sem þáðu rit eða sýndu fagnaðarerindinu áhuga? Erum við dugleg að hjálpa þeim að vaxa í trú? Við verðum að kynda undir allan þann áhuga sem fólk sýnir því að líf eru í húfi.

3. Hvað ættum við að gera eftir að samtali við húsráðanda lýkur?

3 Ef húsráðandi sýnir áhuga skaltu gefa þér tíma til að skrifa niður nafn hans og heimilisfang á meðan samtalið er enn í fersku minni. Skrifaðu hjá þér um hvað þið töluðuð, hvaða ritningarstaðir voru lesnir og hvaða rit þú skildir eftir hjá honum. Vertu síðan ákveðinn í að fara sem fyrst til hans aftur.

4. Hvernig geta endurheimsóknirnar orðið áhrifaríkar?

4 Að fara í endurheimsókn: Þegar þú ferð aftur til húsráðandans skaltu vera vingjarnlegur og hlýlegur og sýna persónulegan áhuga. Haltu samræðunum á einföldum og biblíulegum nótum. Búðu þig undir að fjalla um áhugavert efni í Biblíunni og varpaðu fram spurningu í lokin sem þú getur svarað þegar þú kemur aftur. Forðastu að hrekja óbiblíuleg viðhorf húsráðandans að þarflausu. Leggðu þig heldur fram um að byggja á því sem þið eruð sammála um. — Kól. 4:6.

5. Hvað gerði brautryðjandi nokkur og hver var árangurinn?

5 Endurheimsóknir kosta vinnu og viðleitni en umbunin er mikil. Brautryðjandi í Japan setti sér það markmið að fjölga endurheimsóknunum í hverjum mánuði. Hann byrjaði á því að halda skrá yfir alla sem hann hitti í boðunarstarfinu og fór síðan aftur til þeirra áður en vikan var liðin. Hann undirbjó vel það sem hann ætlaði að segja og flutti síðan boðskapinn með miklum sannfæringarkrafti. Í einni endurheimsókninni tókst honum að hefja biblíunámskeið þar sem húsráðandinn sagði: „Ég hef aldrei áður viljað talað við ykkur vottana. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hlusta.“ Þrautseigjan og kærleikurinn, sem þessi brautryðjandi sýndi, bar árangur. Í lok mánaðarins var hann kominn með tíu biblíunámskeið.

6. Hvers vegna verðum við að vera dugleg að fara í endurheimsóknir?

6 Aðstæður manna breytast í sífellu. (1. Kor. 7:31) Oft þarf að reyna nokkrum sinnum til að hitta hinn áhugasama aftur. En með því að fara samviskusamlega í endurheimsóknir getum við hjálpað þeim sem hneigjast til eilífs lífs að komast inn á veginn til lífsins. — Matt. 7:13, 14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila