Undirbúningur — lykillinn að árangursríkum endurheimsóknum
1. Á hvaða hátt átti boðunarstarfið að breiðast út?
1 Jesús undirbjó lærisveina sína rækilega svo að þeir yrðu duglegir að boða „fagnaðarerindið um ríkið“. (Matt. 4:23; 9:35) Starfsþjálfunin einskorðaðist við Palestínu. Áður en Jesús fór til himna sagði hann samt sem áður að boðun fagnaðarerindisins myndi breiðast víðar út og ‚allar þjóðir yrðu gerðar að lærisveinum‘. — Matt. 28:19, 20.
2. Hvað felur það í sér að hlýða boði Jesú um að gera „allar þjóðir að lærisveinum“?
2 Þetta starf myndi fela í sér að farið yrði aftur til þeirra sem sýndu áhuga á fagnaðarerindinu til að kenna þeim að fara í öllu eftir því sem Kristur boðaði. Við þurfum að vera vel undirbúin til að slíkar endurheimsóknir verði árangursríkar.
3. Hvernig gætirðu lagt drög að því að koma aftur, jafnvel í fyrstu heimsókn?
3 Skipuleggjum fyrir fram: Sumir boðberar reyna að varpa fram spurningu í lok fyrstu heimsóknar og lofa síðan að koma aftur og ræða svarið. Þeir hafa fundið út að þegar þeir heimsækja fólk aftur og vitna í upplýsingar úr bókinni Hvað kennir Biblían? hafi það hjálpað þeim að hefja biblíunámskeið þegar í stað.
4. Hvers vegna ættum við ekki að bíða eftir nýjum blöðum áður en við förum í endurheimsókn?
4 Þótt við fáum blöðin aðeins á þriggja mánaða fresti er ekki þar með sagt að við eigum að bíða með endurheimsóknir þangað til við fáum næstu tölublöð. Það væri hægt að örva áhugann með því að ræða um ákveðið efni sem tekið var fyrir í blaðinu sem viðkomandi á nú þegar.
5. Hvaða gagn er að því að hafa ákveðið markmið í huga?
5 Settu þér markmið: Áður en þú ferð í endurheimsókn skaltu eyða nokkrum mínútum í að líta yfir minnispunktana þína og ákveða hvað þú ætlar að gera. Til dæmis gætirðu rætt um efni úr ritinu sem þú skildir eftir síðast eða skilið eftir viðbótarlesefni sem tengist fyrra umræðuefni. Hafirðu síðast lagt fyrir spurningu hefurðu áreiðanlega það markmið að svara henni. Þegar þú bendir á ritningarstað sem styður það sem er til umræðu, reyndu þá að lesa hann beint úr Biblíunni.
6. Hvert er markmiðið með endurheimsóknum?
6 Markmið okkar: Markmið okkar er auðvitað að stofna biblíunámskeið. Bróðir bauð biblíunámskeið þegar hann var í endurheimsókn en viðkomandi afþakkaði. Bróðirinn kom aftur og bauð nýjustu blöðin og sagði: „Í dag erum við að bjóða fólki að fá svar við einni biblíuspurningu.“ Þegar bróðirinn hafði hlustað á athugasemdir mannsins las hann ritningarstað og viðeigandi grein úr riti sem notað er til biblíunáms. Það leiddi til þess að komið var á biblíunámskeiði.
7. Hvernig hefur góður undirbúningur hjálpað þér að hefja biblíunámskeið?
7 Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að búa sig undir endurheimsóknir. Við verðum ánægðari og okkur gæti hlotnast sú vegsemd að hjálpa þeim ‚sem hneigjast til eilífs lífs‘ að finna leiðina til lífsins. — Post. 13:48, NW.