Árangursrík biblíunámskeið
1. hluti: Hvað er biblíunámskeið?
1 Um heim allan halda þjónar Guðs um sex milljónir biblíunámskeiða í hverjum mánuði. Með því að nota góða kennslutækni getum við hjálpað biblíunemendunum að taka nægum framförum til að vígjast og skírast og verða „færir um að kenna öðrum“. (2. Tím. 2:2) Langar þig til að hjálpa biblíunemenda þínum að taka slíkum framförum? Í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar hefst greinaröð sem útskýrir hvernig hægt sé að halda árangursrík biblíunámskeið.
2 Hvenær ætti að skrá biblíunámskeið á starfsskýrsluna? Ef þú talar um biblíuleg málefni við einhvern á reglulegum grundvelli, þó ekki sé nema stutta stund í senn, og notar Biblíuna ásamt námsriti, ertu að halda biblíunámskeið. Það telst líka biblíunámskeið þó að það fari fram við útidyrnar eða í gegnum síma. Skrá má námskeiðið á starfsskýrsluna ef það hefur verið haldið í tvö skipti og ástæða er að ætla að það muni halda áfram.
3 Á mörgum námskeiðum er farið yfir Kröfubæklinginn og Þekkingarbókina. Náminu má halda áfram í bókinni Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði ef ljóst er að nemandinn hefur tekið vissum framförum eftir að hafa farið yfir þessi rit og að hann skilur og kann að meta það sem hann er að læra.
4 Biblíunámskeið hafa hjálpað milljónum að verða sannir lærisveinar Jesú Krists. (Matt. 28:19, 20) Þú getur líka haldið árangursríkt biblíunámskeið með því að nota tillögurnar sem birtast á næstunni í þessum greinaflokki.