Árangursrík biblíunámskeið við dyrnar eða í síma
1. Hver er tilgangurinn með biblíunámskeiðum?
1 Mikil gleði fylgir því að hefja biblíunámskeið. Við hittum einhvern sem hefur áhuga á að kynna sér Biblíuna. En það er aðeins upphafið. Tilgangurinn með náminu er að hjálpa viðkomanda til að verða einlægur lærisveinn Krists. (Matt. 28:19, 20) Hvað getum við gert til að ná því markmiði?
2. Hvernig er hægt að kenna fólki við dyrnar eða í síma og hvers vegna er það árangursríkt?
2 Önnum kafið fólk: Fólk verður sífellt uppteknara. Í byrjun eru kannski fáir reiðubúnir að nota heila klukkustund í að kynna sér Biblíuna. Til að aðstoða önnum kafið fólk höfum við verið hvött til að hefja námskeiðið við dyrnar eða í síma. Hægt er að hafa kennslustundirnar tiltölulega stuttar í byrjun og ræða aðeins um fáeina ritningarstaði þar sem stuðst er við eina eða tvær efnisgreinar í ritum eins og Hvað kennir Biblían? Það er lofsvert hve margir boðberar eru farnir að kenna fólki við dyrnar eða í síma.
3. Hvers vegna ættum við að reyna að lengja tímann sem við notum til að fara yfir námsefnið við dyrnar hverju sinni?
3 En ættum við að láta okkur nægja að halda áfram að fara yfir biblíunámsefnið við dyrnar um ótakmarkaðan tíma? Nei, það ættum við ekki að gera. Þó að við sýnum þá skynsemi að tefja ekki of lengi þegar nám er hafið er okkur ráðlagt í Ríkisþjónustu okkar í maí árið 1990, bls. 7: „Þegar biblíunámið hefur verið haldið í nokkur skipti og áhuginn á andlegum málum hefur náð að aukast er hægt að verja lengri tíma til biblíunámsins.“ Þetta verðum við að hafa í huga. Við getum lýst þessu með dæmi: Sveltandi barn fær í fyrstu litla skammta þar til það fær matarlystina aftur. En fengi það sama skammtinn mánuðum saman getum við varla búist við því að það vaxi og dafni eðlilega. Biblíunemandi þarf sömuleiðis á formlegra og reglulegra námskeiði að halda til að verða þroskaður þjónn Guðs. — Hebr. 5:13, 14.
4. Hverjir eru kostir þess að halda biblíunámskeið inni á heimili?
4 Biblíunámskeið inni á heimilinu: Það er ákjósanlegt að halda biblíunámskeið þar sem maður getur verið út af fyrir sig — inni á heimili eða á öðrum hentugum stað. Námið verður auðveldara og nemandinn á betra með að skynja og skilja orð Guðs. (Matt. 13:23) Þá getur kennarinn einnig sniðið námsefnið betur að þörfum nemandans. Með því að hafa rýmri tíma til námsins er þar að auki hægt að skoða ítarlegar orð Guðs og það styrkir trúna. — Rómv. 10:17.
5. Hvað er hægt að gera til þess að biblíunámskeið fari fram inni á heimilinu í stað þess að halda því áfram við dyrnar?
5 Hvað er hægt að gera til þess að biblíunámskeiðið fari fram inni á heimilinu í stað þess að halda því áfram við dyrnar? Eftir nokkrar stuttar kennslustundir gætir þú einfaldlega boðist til þess að lengja námstundina eftir samkomulagi. Eða þú gætir nálgast viðkomanda óbeint með því að spyrja hann: „Hefurðu tíma í dag til að setjast niður og ræða þetta?“ Eða: „Hvað hefurðu langan tíma í dag til að ræða þetta efni?“ Ef þetta tekst ekki ættirðu endilega að halda áfram með stuttar kennslustundir við dyrnar. Þegar vel stendur á skaltu reyna aftur og sjá hvort námið geti farið fram inni á heimilinu.
6. Að hvaða markmiði ættum við að vinna í boðunarstarfinu og hvernig geta uppástungurnar í þessari grein hjálpað okkur til að ná því?
6 Í sífelldri leit okkar að verðugu fólki skulum við ekki missa sjónar á tækifærum til að hefja og halda biblíunámskeið. Markmið okkar er að hjálpa einlægu fólki til að verða vígðir, skírðir þjónar Jehóva. Hann umbunar okkur þegar við vinnum að því markmiði í boðunarstarfinu. — 2. Tím. 4:5.