Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.05 bls. 6
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Upprifjun sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Haltu auga þínu heilu
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 8.05 bls. 6

Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Augað er undursamlega hannað. (Sálm. 139:14) Samt getur augað aðeins einbeitt sér að einum hlut í einu. Þetta á bæði við hið bókstaflega auga og hið táknræna. Til þess að andleg sjón okkar sé skýr verðum við að einbeita okkur að því að gera vilja Guðs. Þar sem áreiti frá heimi Satans er stöðugt að aukast er mjög viðeigandi að dagskrá sérstaka mótsdagsins árið 2005 fjalli um stefið: „Haltu auga þínu heilu.“ — Matt. 6:22.

Hvað getum við gert til að hljóta blessun Jehóva? (Orðskv. 10:22) Þessi spurning verður til umfjöllunar í ræðunni „Þeir sem halda auganu heilu hljóta blessun“. Viðtöl munu varpa ljósi á það hvernig við getum notið góðs af því að fara eftir meginreglum Biblíunnar. Fulltrúi deildarskrifstofunnar flytur ræðuna „Höldum auganu heilu í óguðlegum heimi“ en þar verður bent á ýmislegt sem getur flækt lífið og á endanum kæft trú okkar. Við munum einnig læra hvað felst í því að velja „góða hlutskiptið“. — Lúk. 10:42.

Hvernig geta foreldrar og aðrir hvatt unga fólkið til að einbeita sér að andlegum hugðarefnum? Í ræðunum „Foreldrar sem miða örvum sínum í rétta átt“ og „Ungt fólk sem vinnur að andlegum markmiðum“ fáum við að heyra hvað foreldrar og ungt fólk hefur að segja um þessa mikilvægu spurningu. (Sálm. 127:4) Lokaræðan, sem einnig verður flutt af fulltrúa deildarskrifstofunnar, fjallar um hvernig við getum verið samstíga alheimssöfnuði Jehóva sem einstaklingar, fjölskyldur og sem söfnuður.

Það er mikilvægt að halda auga sínu heilu hvort sem við erum ný í trúnni eða höfum þjónað Jehóva í áratugi. Dagskrá sérstaka mótsdagsins mun einmitt hjálpa okkur til þess.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila