Sýnum persónulegan áhuga með því að vera sveigjanleg
1 Páll postuli gaf prýðisgott fordæmi þegar hann prédikaði fagnaðarerindið því að hann tók alltaf mið af bakgrunni og hugsunarhætti fólks. (1. Kor. 9:19-23) Við ættum að leggja okkur fram um að fara að dæmi hans. Með svolitlum undirbúningi er oft hægt að sníða kynningartillögurnar í Ríkisþjónustu okkar að þörfum fólks á svæðinu. Við tökum kannski eftir vísbendingu um áhugamál húsráðanda áður en við bönkum upp á og notum það í kynningunni. En við getum líka verið sveigjanleg í boðunarstarfinu með öðrum hætti.
2 Tökum mið af því sem aðrir segja: Þegar við boðum fagnaðarerindið leggjum við oft spurningu fyrir húsráðendur og gefum kost á svari. Hver eru viðbrögð okkar við svarinu? Höldum við bara áfram með kynninguna sem við undirbjuggum eða bera orð okkar þess vitni að við tökum mið af því sem viðmælandinn sagði? Ef við höfum einlægan áhuga á því sem aðrir segja getum við kannski í framhaldinu spurt nokkurra nærgætnislegra spurninga til að komast að því hvað þeim er efst í huga. (Orðskv. 20:5) Þannig getum við einbeitt okkur að þeim þáttum fagnaðarerindisins sem höfða best til þeirra.
3 Þetta felur í sér að við séum fús til að tala um málefni sem við höfðum ekki ætlað okkur að tala um. Þegar við byrjum að ræða um vandamál, sem hefur verið í fréttum, bryddar húsráðandi stundum upp á umræðuefni sem snertir hann persónulega. Þar sem við höfum einlægan áhuga á honum viljum við beina umræðunum að því sem Biblían segir um það sem honum er ofarlega í huga. — Fil. 2:4.
4 Notum sveigjanlegar aðferðir: Ef húsráðandi kemur með spurningu gæti verið gott að halda umræðunum áfram seinna, þegar við höfum aflað okkur frekari upplýsinga um málefnið. Einnig væri hægt að bjóða rit sem fjalla ítarlega um efnið. Þannig sýnum við einlægan áhuga á að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva. — 2. Kor. 2:17.