Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.06 bls. 4-5
  • Vonum á Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vonum á Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Sérstakt tækifæri til að gleðjast og næra okkar andlega mann
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Fylgjum Kristi með því að vera virðuleg í fasi og hegðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Lofum Jehóva í „miklum söfnuði“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Landsmótin — ánægjulegar tilbeiðslustundir
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 4.06 bls. 4-5

Vonum á Jehóva

1. Hvert er stef næsta landsmóts og hvers vegna er það viðeigandi?

1 „Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona,“ skrifaði Jesaja. (Jes. 30:18b) Í Biblíunni er að finna margar frásögur af því hvernig Guð fullnægði dómi yfir óvinum sínum og frelsaði trúfasta þjóna sína. Hvaða lærdóm getum við dregið af slíkum frásögum nú á dögum? Hvað getum við gert til að undirbúa okkur fyrir ‚hinn mikla og ógurlega dag Drottins‘? (Jóel 3:4, 5) Á næstkomandi landsmóti „Lausnin er í nánd“ verðum við hvött til að hugleiða þessar spurningar og gera sjálfsrannsókn. Það mun hjálpa okkur að viðhalda voninni um lausnina sem er í nánd.

2. Hvernig getum við sýnt að við metum landsmótið mikils?

2 Ertu búinn að gera ráðstafanir til að geta verið viðstaddur alla þrjá daga mótsins? Ertu til dæmis búinn að biðja um frí frá vinnu? Ekki láta tilviljun ráða hvort þú getir mætt eða ekki. Gerðu þetta að bænarefni. Biddu svo um frí. (Nehem. 2:4, 5) Við ættum ekki heldur að fresta því að taka ákvarðanir um mikilvæg mál eins og hvernig við ætlum að ferðast og hvar við ætlum að gista. Góður undirbúningur og skipulagning sýnir að við metum mikils andlegt veisluborð Jehóva. Öldungar ættu að vera vakandi fyrir því að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð í þessum málum, ekki síst þeim eldri í söfnuðinum. — Gal. 6:10.

3. Hvaða eiginleikar ættu að vera áberandi meðal fólks Jehóva yfir mótshelgina?

3 Góð hegðun heiðrar Guð: Þegar við komum saman á fjölmennum mótum getur hegðun okkar gefið góðan vitnisburð í samfélaginu. Hvers krefst það af okkur? Þegar við erum á hótelum, veitingastöðum eða í verslunum ættu þeir sem við höfum samskipti við að sjá kristilega eiginleika í fari okkar eins og langlyndi, hógværð, sjálfstjórn og sanngirni. (Gal. 5:22, 23; Tít. 3:2) Við ættum öll að sýna kærleika sem „hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin . . . reiðist ekki“. Þó að einhver vandamál eða óþægindi komi upp viljum við gera „allt Guði til dýrðar“. — 1. Kor. 10:31; 13:5.

4. Hvernig geta foreldrar hjálpað börnunum að hegða sér þannig að þau lofi Jehóva?

4 Eftir mót eitt var hótelstjóri nokkur svo hrifinn af framkomu og klæðaburði unga fólksins okkar að hann sagðist „alltaf vilja hafa votta Jehóva sem gesti á hótelinu“. Það er ánægjulegt að heyra slík ummæli. Þessi árangur næst með góðu uppeldi og eftirliti ykkar foreldranna. Það væri ekki skynsamlegt fyrir foreldra að leyfa börnum að vera á hótelherbergi án eftirlits. Foreldrar ættu alltaf að fylgjast vel með börnunum. (Orðskv. 29:15) Megi góð hegðun barnanna lofa Jehóva og gleðja hjarta hans. — Orðskv. 27:11.

5. Hvernig getum við heiðrað Jehóva með klæðnaði okkar og snyrtingu?

5 Viðeigandi klæðnaður og snyrting: Við getum hvert og eitt lagt okkar að mörkum til að mótið verði ánægjulegur viðburður með því að forðast klæðaburð og snyrtingu sem er afkáraleg, öfgafull, ósiðleg eða allt of hversdagleg. Þetta á við þegar við ferðumst til og frá mótsstaðnum, þegar við hjálpum við undirbúning mótsins og á mótsdagskránni sjálfri. Þar sem við erum þjónar Jehóva er okkur fyrst og fremst umhugað um nafn hans og orðstír en ekki okkar eigin skoðanir eða þægindi. Sá sem veitir fjölskyldunni forstöðu ber ábyrgð á því að allir í fjölskyldunni séu snyrtilegir og viðeigandi til fara öllum stundum. — 1. Tím. 2:9.

6. Hvers vegna ættum við að vera jafn snyrtileg til fara utan mótsstaðar sem innan?

6 Það er ekki síður mikilvægt að við séum snyrtileg til fara utan mótsstaðarins, til dæmis á gististöðum, í verslunum og á veitingastöðum. Það er vel við hæfi að vera í mótsfötunum ef við förum út að borða eftir dagskránna. Mótsmerkin geta skapað tækifæri fyrir okkur að vitna óformlega. — 2. Kor. 6:3, 4.

7. Hvernig getum við stuðlað að því að landsmótið verði ánægjulegt og allt fari fram með reglu? (Sjá „Til minnis“.)

7 Jesaja sagði fyrir: „Drottinn bíður þess að geta miskunnað yður og heldur kyrru fyrir, uns hann getur líknað yður.“ (Jes. 30:18a) Þakklæti okkar fyrir miskunn Jehóva og óverðskuldaða gæsku hans ætti að fá okkur til að heiðra hann með bæði hegðun og klæðaburði þegar við sækjum mótin. Megi landsmótið lofa Guð og hjálpa okkur að viðhalda voninni um lausnina sem er í nánd.

[Rammi á blaðsíðu 5]

Til minnis

◼ Dagskrártímar: Dagskráin hefst kl. 9:30 alla þrjá dagana en þá fær kynnirinn sér sæti á sviðinu meðan inngangstónlist er leikin. Allir ættu að fá sér sæti þá svo að dagskráin geti hafist á sómasamlegan hátt. Dagskránni lýkur kl. 17:15 á föstudeginum, kl. 17:05 á laugardeginum og kl. 16:10 á sunnudeginum.

◼ Sæti: Við ættum aðeins að taka frá sæti fyrir heimilisfólk okkar og þá sem eru okkur samferða.

◼ Hádegisverður: Komdu með hádegisverðinn í stað þess að yfirgefa mótsstaðinn til að fá þér að borða. Hægt er að hafa litla tösku með sér undir matinn. Ekki er leyfilegt að hafa glerílát eða áfengi á mótsstaðnum.

◼ Framlög: Það er nokkuð kostnaðarsamt að halda landsmót. Við getum sýnt þakklæti okkar með frjálsum framlögum til alþjóðastarfsins, annaðhvort í ríkissalnum eða á mótinu. Ef þú skrifar ávísun ætti hún að vera stíluð á „Deildarskrifstofu Votta Jehóva“.

◼ Slys og neyðartilfelli: Ef upp kemur neyðartilfelli á mótsstaðnum skal láta næsta salarvörð vita og mun hann hafa samband við Skyndihjálp. Þá geta hæfir einstaklingar metið stöðuna og veitt viðeigandi aðstoð.

◼ Heyrnarskertir: Í mótssalnum er ákveðið svæði með tónmöskva ætlað fólki með skerta heyrn. Þeir sem hafa viðeigandi heyrnartæki geta nýtt sér þetta. Einnig standa til boða fáein þráðlaus heyrnartól en hljóðdeildin veitir frekari upplýsingar um þau.

◼ Upptökutæki: Gætið þess að ónáða ekki aðra ef þið notið upptökutæki. Þau má ekki tengja við raf- eða hátalarakerfi mótsstaðarins.

◼ Myndataka: Ekki má nota leifturljós meðan á dagskránni stendur. Það er ekki viðeigandi að ganga fram fyrir áheyrendasvæðið til að taka myndir meðan á dagskránni stendur.

◼ Farsímar: Stilla ætti farsíma þannig að þeir valdi ekki truflun.

◼ Ilmefni: Flest mót fara fram innandyra þar sem þörf er á loftræstikerfi. Það væri því tillitsamt af okkur að takmarka notkun á sterkum ilmefnum, rakspírum og ilmvötnum því að þau gætu valdið þeim óþægindum sem eru með öndunarfærasjúkdóma eða annað svipað. — 1. Kor. 10:24.

◼ Fylgjum eftir áhuga: Hvað ættum við að gera ef við vitnum óformlega fyrir fólki yfir mótshelgina og það sýnir áhuga? Við ættum að biðja viðkomandi um nafn og heimilisfang eða símanúmer þar sem hægt er að nálgast hann aftur. Ef við höfum ekki tækifæri til að fylgja áhuganum eftir sjálf ættum við að koma upplýsingunum á framfæri til annars boðbera sem getur annast heimsóknina. Ef þú ert ekki viss um hvert þú átt að snúa þér getur ritarinn í þínum söfnuði aðstoðað þig. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í febrúar 2005 bls. 7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila