Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. júní
„Gætirðu hugsað þér að búa við þær aðstæður sem talað er um í þessu biblíuversi? [Lestu 2. Pétursbréf 3:13. Gefðu kost á svari.] Þetta tímarit útskýrir hvaða nýju himnar og nýja jörð þetta eru og lýsir því líka hvernig lífið verður þegar Guð lætur fyrirætlun sína með jörðina ná fram að ganga.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir leita hamingjunnar en fáir virðast finna hana. Heldurðu að eitthvað af því sem hér er nefnt geti hjálpað fólki að lifa haminguríkara lífi? [Sýndu ramman á bls. 9 og lestu einn af ritningarstöðunum sem vísað er í.] Í þessu blaði er rætt um uppskrift Biblíunnar að sannri hamingju.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir segja krossinn hjálpa sér að finna fyrir nálægð Guðs. En sumir velta því fyrir sér hvort það sé viðeigandi að dýrka drápstólið sem notað var til að lífláta Jesú eða hvort Jesús hafi dáið á krossi í raun og veru. Í greininni, sem byrjar á blaðsíðu 12, er kannað hvað Biblían segir um það.“ Lestu Postulasöguna 5:30.