Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.06 bls. 5
  • Trúfesti þeirra er til fyrirmyndar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Trúfesti þeirra er til fyrirmyndar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Haltu ótrauður áfram í brautryðjandastarfi
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 7.06 bls. 5

Trúfesti þeirra er til fyrirmyndar

1 Árið 1937 var tekin upp ný grein í brautryðjandastarfinu — sérbrautryðjandastarfið. Hæfir menn og konur, sem voru reynd í boðunarstarfinu, störfuðu fúslega hvar sem söfnuðurinn sendi þau. Sérbrautryðjendur eru enn til fyrirmyndar með trúfesti sinni núna, áratugum síðar. — Hebr. 6:12.

2 Þeir ruddu brautina: Í fyrstu notuðu sérbrautryðjendurnir ferðagrammófóna í boðunarstarfinu og leyfðu fólki að hlusta á stutt biblíuerindi við dyrnar. Þeir notuðu líka hljóðritanir sem umræðugrundvöll í endurheimsóknum. Þetta var gert í stórum borgum þar sem búið var að stofna söfnuði. Seinna voru sérbrautryðjendur sendir á svæði þar sem mikil þörf var á boðberum Guðsríkis. Þeir fylgdu eftir áhuga hvar sem hann var að finna og lásu Biblíuna með fólki. Í kjölfarið hafa hundruð safnaða verið stofnaðir. Óþreytandi boðunarstarf þeirra hefur átt stóran þátt í þeirri gífurlegu aukningu sem orðið hefur á okkar dögum. (Jes. 60:22) Sérbrautryðjendur eiga enn stóran þátt í að boða fagnaðarerindið „fyrir öllu, sem skapað er undir himninum“. — Kól. 1:23.

3 Verðir eftirbreytni: Sumir sérbrautryðjendur hafa þjónað í fullu starfi svo áratugum skiptir. Með árunum hefur trúarstaðfesta þessara dyggu karla og kvenna verið reynd við mismunandi kringumstæður. (1. Pét. 1:6, 7) Sérbrautryðjendurnir hafa fúslega fórnað efnislegum þægindum til að geta þjónað þar sem þörfin er meiri. Sumir þeirra eru komnir á efri árin og glíma við heilsuvandamál eða eiga við aðra erfiðleika að stríða. (2. Kor. 4:16, 17) En „jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt“. (Sálm. 92:15) Þeir treysta á Jehóva og hljóta blessun hans. — Sálm. 34:9; Orðskv. 10:22.

4 Sérbrautryðjendur eiga sannarlega hrós skilið. Ef það eru sérbrautryðjendur í söfnuðinum þínum skaltu nýta þér tækifærið að vera með þeim og njóta góðs af reynslu þeirra. Sýndu að þú kunnir að meta þjónustu þessara dyggu boðbera Guðsríkis. Láttu staðfestu þeirra vera þér til hvatningar. Þeir sem líkja eftir trú þeirra hljóta sömuleiðis náð og blessun Jehóva vegna þess að „þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans“. — Orðskv. 12:22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila