Spurningakassinn
◼ Hvað getum við gert til að aðstoða brautryðjendur?
Tæplega 800.000 bræður og systur um heim allan voru brautryðjendur eða sérbrautryðjendur á þjónustuárinu 2009. Þessir boðberar í fullu starfi nota megnið af tíma sínum, kröftum og eigum til að boða fagnaðarerindið um ríkið. (Orðskv. 3:9) Jehóva kann svo sannarlega að meta það erfiði sem þeir leggja á sig. Hvernig getum við endurspeglað sjónarmið hans og stuðlað að því að þeir hafi ánægju af þessu starfi og haldi því áfram?
Vel valin orð geta vissulega verið þeim hvatning til að halda áfram í brautryðjandastarfinu. (Orðskv. 25:11) En gætum við líka hagrætt stundaskránni þannig að við komumst með þeim í boðunarstarfið í hverri viku? Þegar við förum saman í boðunarstarfið gætum við boðist til að vera á bíl. Og ef við ferðumst á bílnum þeirra gætum við boðið þeim framlag til að standa straum af kostnaðinum. (1. Kor. 13:5; Fil. 2:4) Við veitum þeim líka stuðning og sýnum hlýju með því að vera gestrisin og bjóða þeim í mat af og til. — 1. Pét. 4:8, 9.
Í Biblíunni lofar Jehóva að sjá þeim fyrir nauðsynjum sem leita fyrst ríkis hans. (Sálm. 37:25; Matt. 6:33) Hann gerir það meðal annars fyrir milligöngu kærleiksríkra trúsystkina. (1. Jóh. 3:16-18) Það þýðir auðvitað ekki að brautryðjendur búist við að aðrir sjái fyrir þeim fjárhagslega. Kannski segja þeir ekki einu sinni frá því þegar þá skortir eitthvað. Við getum samt hjálpað trúföstum brautryðjendum og,bætt úr skorti‘ þeirra með því að vera vakandi fyrir þörfum þeirra. — 2. Kor. 8:14, 15.
Föbe var kostgæfinn boðberi á fyrstu öld í söfnuðinum í Kenkreu. Þegar hún kom til Rómar sagði Páll við bræðurna þar: „Veitið henni viðtöku vegna Drottins, eins og kristnum ber, og hjálpið henni með allt sem hún þarf að fá hjá ykkur.“ (Rómv. 16:1, 2) Við höfum líka tækifæri til að styðja dyggilega við brautryðjendur og sérbrautryðjendur í söfnuðinum sem láta ekki af að boða fagnaðarerindið. — Post. 5:42.