Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.07 bls. 1
  • Settu þér það markmið að halda biblíunámskeið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Settu þér það markmið að halda biblíunámskeið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Þú getur náð andlegum markmiðum þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Getur þú gert fólk að lærisveinum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Heimabiblíunámum komið af stað
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 12.07 bls. 1

Settu þér það markmið að halda biblíunámskeið

1 „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru.“ (Jóh. 4:35) Þessi orð Jesú Krists eiga vissulega við boðbera fagnaðarerindisins nú á tímum.

2 Enn þá er til einlægt fólk sem langar til að læra vegu Jehóva. Það sést best á því hve margir nýir lærisveinar láta skírast á hverju ári. Hvað ættirðu að gera ef þú hefur einlægan áhuga á að halda biblíunámskeið?

3 Settu þér markmið: Í fyrsta lagi skaltu setja þér það markmið að hefja og halda biblíunámskeið. Hafðu markmiðið í huga þegar þú ert í boðunarstarfinu. Kristnir menn hafa fengið verkefni sem felur í sér að kenna og prédika og því ættum við öll að reyna að leita fleiri tækifæra til að hefja biblíunámskeið. — Matt. 24:14; 28:19, 20.

4 Annað sem þarf að hafa í huga. Það er nauðsynlegt fyrir boðbera fagnaðarerindisins að biðja einlægra bæna. Stundum hittum við fólk sem hefur beðið um hjálp til að kynnast Guði. Það er mikil blessun að Jehóva skuli nota okkur til að finna slíkt fólk og kenna því. — Hagg. 2:7; Post. 10:1, 2. 

5 Systir nokkur fór þess á leit í bæn að hún fengi að halda biblíunámskeið og lagði síðan fram til sýnis á vinnustað sínum eintök af smáritinu Langar þig að vita meira um Biblíuna? Þegar kona nokkur tók upp eintak, las það og ætlaði að fylla út miðann fór systirin að ræða við hana og gat þar með hafið biblíunámskeið.

6 Aðrir boðberar, sem eru duglegir að hefja og halda biblíunámskeið, geta hjálpað þér að ná markmiði þínu. Gerðu viðleitni þína að bænarefni og notfærðu þér alla aðstoð sem í boði er til þess að ná þessu markmiði. Innan tíðar muntu ef til vill njóta þeirrar ánægju að halda biblíunámskeið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila