Umdæmismót Votta Jehóva 2008
1. (a) Hvers vegna eiga ráðleggingar Páls postula til Hebrea sérstaklega við á okkar dögum? (Lesið Hebreabréfið 10:24, 25.) (b) Hvaða tækifæri gefst bráðum til að fara eftir ráðleggingum Páls?
1 Páll postuli hvatti kristna Hebrea til að koma saman og hvetja hver annan „því fremur“ sem dagurinn færðist nær. (Hebr. 10:24, 25) Sannanir fyrir því að þessi ‚dagur‘ sé yfirvofandi hrannast upp. Það er því alltaf mikið tilhlökkunarefni að geta hitt trúsystkini okkar á mótum. Andlega fræðslan, sem við fáum þar, vísar okkur veginn á þessum hættulegu síðustu dögum. (2. Tím. 3:1) Við fáum tækifæri til að koma saman á umdæmismótinu 2008.
2. (a) Hvers vegna er mikilvægt að vera viðstaddur alla þrjá daga mótsins? (b) Hvernig getum við gert ráðstafanir til að vera viðstödd mótið?
2 Verum viðstödd alla þrjá dagana: Við hvetjum þig til að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Ef við vanrækjum samkomur og mót missum við af mikilvægri andlegri fæðu. (Hebr. 10:25) Gerðu ráðstafanir eins fljótt og hægt er. Þú þarft kannski að láta vinnuveitandann vita tímanlega til að þú getir fengið frí. Láttu vita að mótin séu hluti af tilbeiðslu þinni. Þú getur verið viss um að Jehóva blessar þig þegar þú setur hagsmuni ríkis hans fremst. — Matt. 6:33.
3. Hvernig getum við aðstoðað aðra?
3 Réttu öðrum hjálparhönd: Páll hvatti líka bræður sína til að ‚gefa gætur hver að öðrum‘. (Hebr. 10:24) Þurfa bræður og systur í bóknámshópnum á aðstoð að halda til að geta verið viðstödd mótið? Geturðu aðstoðað biblíunemendur til að vera viðstaddir mótið þó ekki sé nema einn dag? Þegar þú segir vantrúuðum ættingjum frá mótinu skaltu bjóða þeim að koma. Kærleiksrík umhyggja þin gæti veitt þér óvænta blessun.
4. Hvernig er hægt að vita hvenær umdæmismót eru haldin?
4 Aflaðu þér upplýsinga: Það er hægt að ganga að því sem vísu að landsmótið hér á landi sé haldið aðra helgi í ágúst og byrji á föstudegi. Það er hægt að verða sér úti um upplýsingar um umdæmismót í öðrum löndum með því að skrifa viðkomandi deildarskrifstofu eða fylgjast með í Varðturninum á viðkomandi tungumáli.
5, 6. Hvað þarf að hafa í huga varðandi gistingu á umdæmismótum (a) hérlendis? (b) erlendis?
5 Gisting: Bræður og systur utan að landi þurfa oft aðstoð við að fá gistingu. Það er hægt að fylla út eyðublað og gefa upp hve margir eru í fjölskyldunni eða hópnum og hvenær sé þörf á gistingu. Eyðublaðið á svo að senda deildarskrifstofunni sem sendir það áfram til mótsnefndarinnar. Boðberar á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar hvattir til að bjóða sig fram til að taka á móti næturgestum. Margir hafa haft ánægju af því að kynnast trúsystkinum betur við þessi tækifæri. Það er mikilvægt að bæði þeir sem óska eftir aðstoð með gistingu og þeir sem vilja bjóða fram húsnæði geri það snemma svo að hægt sé að afgreiða allar fyrirspurnir tímanlega.
6 Þeir sem sækja mót erlendis og vilja fá aðstoð við að finna gistingu verða að sama skapi að gera það með góðum fyrirvara. Deildarskrifstofan hér á landi getur aðstoðað með því að hafa samband við deildarskrifstofur erlendis og fá send viðeigandi eyðublöð. Til að fá að gista á tjaldstæði tengd umdæmismótum eða njóta sérkjara á hótelum eða gistiheimilum þarf yfirleitt að fylla út umsóknareyðublöð sem starfsnefndin skrifar undir. Þetta tekur allt sinn tíma og því er mikilvægt að huga með góðum fyrirvara að gistingu á umdæmismótum erlendis.
7. (a) Hvernig getum við lofað Jehóva þegar við erum viðstödd landsmót? (b) Hvað hefur hótelstarfsfólk sagt vegna góðrar hegðunar trúsystkina okkar?
7 Góð verk: Þegar við hlýðum fyrirmælum Jehóva að safnast saman til að tilbiðja hann gerum við sjálfum okkur gagn. Og það sem meira er, okkur gefast tækifæri til að helga nafn hans. (Jes. 48:17) Margir sjá ‚góðverk‘ okkar í tengslum við umdæmismót og sumir hafa sagt hvað þeim finnst um það sem þeir sjá. (1. Tím. 5:25) Í borg þar sem umdæmismót höfðu verið haldin í mörg ár sagði hótelstjóri nokkur: „Það er heilmikið rætt um votta Jehóva í borginni og hvaða þýðingu mótin ykkar hafa fyrir okkur. Við vitum að þið þrífið ráðstefnuhúsið og við sjáum ykkur hreinsa bílastæðin. Það er sönn ánægja að hafa ykkur hér á sumrin. Við vonumst til að geta átt samstarf við ykkur um ókomin ár.“ Annar hótelstjóri greindi frá vandræðum sem aðrir hópar höfðu valdið og hrósaði svo bræðrunum fyrir hvað þeir voru samvinnuþýðir og þolinmóðir meðan þeir gistu á hótelinu. Hann sagði: „Það væri óskandi að allir gestir væru eins og vottar Jehóva.“ Hegðun trúsystkina okkar, sem fá svona hrós, hlýtur að gleðja hjarta Jehóva.
8. Hvernig leggja orðin í Matteusi 4:4 áherslu á að það er nauðsynlegt að fylgjast náið með hverjum dagskrárlið?
8 Jesús sagði að maðurinn lifði á „hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni“. (Matt. 4:4) Á umdæmismótunum færir Jehóva okkur „mat á réttum tíma“ sem hinn „trúi og hyggni þjónn“ hefur matreitt. (Matt. 24:45) Það hefur verið lögð mikil vinna í að undirbúa og reiða fram þessa andlegu veislu. Sýnum Jehóva þakklæti okkar með því að vera viðstödd og fylgjast náið með hverjum dagskrárlið.
[Rammi á blaðsíðu 3]
Dagskrártímar:
Föstudagur og laugardagur
9:20 –16:55
Sunnudagur
9:20 - 16:00