Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.08 bls. 5-6
  • Umdæmismót Votta Jehóva 2009

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Umdæmismót Votta Jehóva 2009
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Umdæmismót Votta Jehóva 2008
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Landsmótið 1996 „Friðarboðberar Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Brautryðjandastarf á unglingsárunum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • „Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 12.08 bls. 5-6

Umdæmismót Votta Jehóva 2009

1. (a) Hvaða blessunar njóta þeir sem eru viðstaddir alla þrjá daga umdæmismótsins? (b) Hvaða áætlanir ættum við að gera núna?

1 Við hugsum öll með tilhlökkun til umdæmismótsins sumarið 2009 en þá fáum við tækifæri til að hitta trúsystkini okkar sem „skynja andlega þörf sína“. (Matt. 5:3, NW) Dagur Jehóva nálgast hratt og við hvetjum þig þess vegna til að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Þannig færðu mest gagn af félagsskapnum við bræður og systur sem og bestu hvatninguna til að vera staðfastur í trúnni. (Sef. 1:14) Láttu kennara og atvinnurekendur vita að mótið sé mikilvægur hluti af tilbeiðslu þinni. Vertu hugrakkur þegar þú gerir áætlanir um að vera viðstaddur og biddu um blessun Jehóva. Þú getur reitt þig á stuðning hans. — Jes. 50:10.

2. Hvaða alþjóðlega yfirbragð verður á mörgum mótum þó að þau séu ekki alþjóðamót?

2 Alþjóðamót: Þar sem þessi mót eru aðeins haldin í fáeinum löndum og borgum ættu aðeins þeir sem eru útnefndir sem fulltrúar að sækja þau. Ef við fylgjum þessum leiðbeiningum er hægt að koma í veg fyrir að mótsstaðirnir verði yfirfullir. (1. Kor. 14:40; Hebr. 13:17) Mörg umdæmismót munu þó hafa á sér alþjóðlegt yfirbragð þar sem margir trúboðar, betelítar í þjónustu erlendis og þeir sem vinna að byggingavinnu á alþjóðavettvangi sækja mót í heimalöndum sínum.

3. Hvernig getum við sýnt bróðurkærleika til sumra í söfnuðinum?

3 Réttu öðrum hjálparhönd: Þurfa bræður og systur í söfnuðinum á aðstoð að halda til að geta verið viðstödd mótið? Þegar þú aðstoðar aðra til að vera viðstaddir líturðu „ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra“. — Fil. 2:4.

4. Hvernig er hægt að vita hvenær umdæmismót eru haldin?

4 Aflaðu þér upplýsinga: Það er hægt að ganga að því sem vísu að umdæmismótið hér á landi sé haldið aðra helgi í ágúst og byrji á föstudegi. Það má verða sér úti um upplýsingar um umdæmismót í öðrum löndum með því að skrifa viðkomandi deildarskrifstofu eða fylgjast með í Varðturninum á viðkomandi tungumáli.

5, 6. Hvað þarf að hafa í huga varðandi gistingu á umdæmismótum (a) hérlendis? (b) erlendis?

5 Gisting: Bræður og systur utan að landi þurfa oft aðstoð við að fá gistingu. Það er hægt að fylla út eyðublað og gefa upp hve margir eru í fjölskyldunni eða hópnum og hvenær sé þörf á gistingu. Eyðublaðið á svo að senda deildarskrifstofunni sem sendir það áfram til mótsnefndarinnar. Boðberar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að bjóða sig fram til að taka á móti næturgestum. Margir hafa haft ánægju af því að kynnast trúsystkinum betur við þessi tækifæri. Það er mikilvægt að bæði þeir sem óska eftir aðstoð með gistingu og þeir sem vilja bjóða fram húsnæði geri það snemma svo að hægt sé að afgreiða allar fyrirspurnir tímanlega.

6 Þeir sem sækja mót erlendis og vilja fá aðstoð við að finna gistingu verða að sama skapi að gera það með góðum fyrirvara. Deildarskrifstofan hér á landi getur aðstoðað með því að hafa samband við deildarskrifstofur erlendis og fá send viðeigandi eyðublöð. Til að fá að gista á tjaldstæði tengd umdæmismótum eða njóta sérkjara á hótelum eða gistiheimilum þarf yfirleitt að fylla út umsóknareyðublöð sem starfsnefndin skrifar undir. Þetta tekur allt sinn tíma og því er mikilvægt að huga með góðum fyrirvara að gistingu á umdæmismótum erlendis. Þeir boðberar, sem hafa verið útnefndir sem fulltrúar til að sækja alþjóðamóti í Frankfurt í sumar, fá sérstakar leiðbeiningar frá deildarskrifstofunni um gistingu.

7. Hvað ætti að vera okkur efst í huga þegar við gerum ráðstafanir til að vera viðstödd umdæmismótið 2009?

7 Breytni sem er Guði til dýrðar: Sýnum ávöxt andans í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og hugsum sérstaklega um tal okkar og framkomu í garð starfsfólks á mótsstaðnum og á hótelum. Þannig viðhöldum við því góða orðspori sem fer af þjónum Jehóva og verðum engum til ásteytingar. (1. Kor. 10:31; 2. Kor. 6:3, 4) Megi nærvera þín og framkoma heiðra Jehóva á umdæmismótinu 2009. — 1. Pét. 2:12.

[Rammi á blaðsíðu 5]

Dagskrártímar

Fimmtudagur (Aðeins alþjóðamót)

13:20 - 16:55

Föstudagur og laugardagur

9:20 - 16:55

Sunnudagur

9:20 - 16:00

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila