Prédikum án afláts
1 Stundum gæti okkur fundist að búið sé að fara oft og rækilega yfir starfssvæðið en með litlum árangri. Við höfum engu að síður góðar ástæður til að halda áfram að prédika. — Matt. 28:19, 20.
2 Til vitnisburðar: Jesús sagði að boðun fagnaðarerindisins um ríkið yrði mikilvægur þáttur í tákninu um að ‚veröldin væri að líða undir lok‘ og hann sagði að fagnaðarerindið yrði prédikað ‚til þess að allar þjóðir fengju að heyra það‘. (Matt. 24:3, 14) Þegar fólk sér okkur taka þátt í boðunarstarfinu er það öflugur vitnisburður. Eftir að við höfum yfirgefið svæðið eiga sumir kannski eftir að tala um heimsókn okkar í margar klukkustundir eða daga, jafnvel þótt þeir hafi ekki hlustað á boðskapinn. Ef við skiljum af hverju við prédikum er það okkur hvatning til að halda ótrauð áfram. Við gleðjum Jehóva þegar við eigum þátt í að uppfylla spádóm Biblíunnar með því að prédika og vara aðra við yfirvofandi eyðingu. — 2. Þess. 1:6-9.
3 Þrautseigja er mikilvæg: Það kostar þrautseigju að glæða áhugann hjá fólki því að það er svo margt sem truflar og flestir hafa nóg á sinni könnu. Kona nokkur fékk heimsókn í hverri viku í heilt ár áður en hún bauð vottunum inn til sín til að ræða um Biblíuna. Það sem hún heyrði hljómaði svo vel í eyrum hennar að hún þáði biblíunámskeið, byrjaði að sækja samkomur og lét fljótlega í ljós að hana langaði til að skírast.
4 Heimsástandið er sífellt að breytast og fólk líka. Margir sem hafa ekki viljað hlusta á okkur eru kannski tilbúnir núna til að hlusta á vonarboðskapinn sem við erum að kynna. Ef aðeins ein manneskja tekur við boðskapnum hefur þrautseigja okkar verið vel þess virði.
5 Sífellt fleiri um heim allan „andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum sem framdar eru“. (Esek. 9:4) Réttsinnaðir einstaklingar taka við fagnaðarerindinu og það er merki um að boðunarstarfið skilar árangri. (Jes. 2:2, 3) Við skulum því halda áfram að prédika án afláts og þreytast ekki að flytja „gleðitíðindin“. — Jes. 52:7; Post. 5:42.