Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.09 bls. 1
  • Hvernig eiga þeir að heyra?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig eiga þeir að heyra?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Ekki látið af að boða fagnaðarerindið
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Af hverju heimsækjum við fólk aftur og aftur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Haltu áfram að prédika Guðsríki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Prédikum án afláts
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 1.09 bls. 1

Hvernig eiga þeir að heyra?

1. Hvers vegna getur boðunarstarfið verið erfitt og hvers vegna höldum við því áfram?

1 Þar sem dagur Jehóva nálgast óðum er knýjandi þörf á að hjálpa fleirum að fá nákvæma þekkingu á Guði og fyrirætlun hans með mennina. (Jóh. 17:3; 2. Pét. 3:9, 10) Þetta getur stundum verið erfitt því að margir eru sinnulausir eða eiga það til að hæðast að okkur vegna boðunarstarfsins. (2. Pét. 3:3, 4) Engu að síður höfum við fulla ástæðu til að trúa því að enn séu einhverjir á starfssvæði okkar sem vilja taka á móti fagnaðarerindinu þegar þeir heyra það. Hvernig eiga þeir að heyra án þess að einhver prédiki? — Rómv. 10:14, 15

2. Hvernig er fordæmi Páls postula uppörvandi fyrir okkur?

2 Andstaða: Við megum ekki láta neitt aftra okkur vegna þeirra sem vilja heyra fagnaðarerindið um ríki Guðs. Filippí var fyrsta borgin í Evrópu þar sem Páll postuli boðaði fagnaðarerindið. Þegar falskar ásakanir voru bornar á hann og Sílas voru þeir húðstrýktir og þeim var varpað í fangelsi. (Post. 16:16-24) Þessi sársaukafulla reynsla varð samt ekki til þess að Páll veigraði sér við að boða fagnaðarerindið. „Guð minn gaf mér djörfung,“ sagði hann þegar hann kom til Þessaloníku, næstu borgar á trúboðsferð sinni. (1. Þess. 2:2) Er fordæmi Páls okkur ekki hvatning til að „við gefumst ekki upp“? — Gal. 6:9.

3. Hvað getur orðið til þess að sumir sem sýndu ekki áhuga breyta afstöðu sinni síðar meir?

3 Margir sem hafa ekki viljað hlusta árum saman á fagnaðarerindið hafa breytt afstöðu sinni. Versnandi efnahagsástand, veikindi, dauðsfall í fjölskyldunni eða ógnvekjandi fréttir í heiminum valda ef til vill þessu breytta hugarfari. (1. Kor. 7:31) Sumir hafa átt foreldra, sem voru andsnúnir, en vilja nú hlusta þegar þeir sjálfir eru orðnir fullorðnir. Með því að við höldum áfram boðunarstarfinu gefst þeim tækifæri til að ‚ákalla nafn Drottins‘ áður en það er of seint. — Rómv. 10:13.

4. Hvað hvetur okkur til að halda áfram í boðunarstarfinu og ‚láta eigi af‘ því?

4 „Létu þeir eigi af“: Kærleikur okkar til Guðs og náungans hvetur okkur til að ‚láta eigi af‘ að boða fagnaðarerindið og gera menn að lærisveinum eins og postularnir gerðu á fyrstu öld. (Post. 5:42) Núna eru margir „sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum“ sem eiga sér stað á okkar tímum. (Esek. 9:4) Þeir fá dásamlega von og huggun þegar þeir heyra fagnaðarboðskapinn! Og þótt flestir vilji ekki hlusta gefur Biblían okkur fullvissu um að Jehóva er ánægður með erfiði okkar. — Hebr. 13:15, 16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila