Hvernig ættum við að búa okkur undir þjónustusamkomur?
1. Hver er tilgangurinn með þjónustusamkomum og hvernig höfum við sem mest gagn af þeim?
1 Þjónustusamkomum er ætlað að hjálpa okkur að ná betri árangri í boðunarstarfinu. Áhersla er lögð á boðun fagnaðarerindisins, að gera menn að lærisveinum og að vara fólk við yfirvofandi dómi Guðs. (Matt. 28:20; Mark. 13:10; 2. Pét. 3:7) Við höfum mest gagn af þessum mikilvægu samkomum ef við erum vel undirbúin og tilbúin til að taka þátt í þeim.
2. Hvernig getum við búið okkur undir að hlusta á ræðu?
2 Ræða: Heimildarefni í ræður er oftast að finna í leiðbeiningum til ræðumanns. Þú getur farið yfir úthlutað efni ásamt ritningarstöðum sem vísað er í og íhugað hvernig þú getur notað leiðbeiningarnar í boðunarstarfinu.
3. Hvað getum við gert til að undirbúa okkur fyrir umræður með spurningum og svörum?
3 Spurningar og svör: Þessi hluti samkomunnar er mjög líkur Varðturnsnámi með stuttum inngangi og niðurlagi. Strikaðu undir lykilatriði í hverri efnisgrein og vertu tilbúinn að gefa stutt og hnitmiðuð svör.
4. Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir umræður sem áheyrendur taka þátt í?
4 Umræður við áheyrendur: Þessi hluti samkomunnar er fluttur eins og ræða en ræðumaðurinn fær áheyrendur til að taka þátt í umræðunum að einhverju marki. Ef þú strikar undir lykilatriði og flettir upp ritningarstöðunum sem vísað er í getur þú líklega svarað þeim spurningum sem bornar eru fram. Bróðirinn, sem er með þetta atriði, mun leggja sig fram um að fá áheyrendur til að tjá sig um meginatriði efnisins.
5. Hvernig getum við haft sem mest gagn af sýnidæmum?
5 Sýnidæmi: Í sumum atriðum eru raunhæf sýnidæmi til að benda á hvernig hægt sé að nota ákveðnar leiðbeiningarnar í boðunarstarfinu. Öldungar, reyndir boðberar eða brautryðjendur eru fengnir til að aðstoða við sýnidæmin. Þú gætir undirbúið þig með því að reyna að sjá fyrir hvernig unnið verður úr leiðbeiningunum. Þegar sýnikennslan fer fram skaltu reyna að ímynda þér hvernig þú getir lagað hana að þörfum þínum og þeirra sem þú hittir í boðunarstarfinu. Gættu þess að þú hafir meðferðis rit eða blöð sem eru notuð í sýnikennslunni. Þér kann að finnast gagnlegt að fara yfir eða æfa þessar kynningar á námskvöldi fjölskyldunnar.
6. Nefndu sumar af ástæðunum fyrir því að undirbúa sig fyrir þjónustusamkomur.
6 Við höfum meiri ánægju af þjónustusamkomum ef við erum undirbúin og vitum fyrir fram hvaða leiðbeiningar verða á dagskrá. Ef við förum eftir þessum leiðbeiningum verða samkomurnar öllum til meiri uppörvunar. (Rómv. 1:11, 12) Ef við undirbúum okkur fyrir þjónustusamkomurnar verðum við hæfari til að gera skyldu okkar. — 2. Tím. 3:17.