Nýtum ritin sem best
1. Hvernig getum við líkt eftir fordæmi Jesú og sýnt þakklæti fyrir gjafir Jehóva?
1 Eftir að Jesús hafði mettað mikinn múg með kraftaverki lét hann safna saman matarleifunum. (Matt. 14:19-21) Þakklæti Jesú fyrir það sem Jehóva lætur í té er okkur gott fordæmi. Við getum sýnt þakklæti okkar með því að nýta allt vel sem Jehóva lætur í té fyrir milligöngu trúa og hyggna þjónsins. — Kól. 3:15; Lúk. 12:42; Matt. 24:45-47.
2. Hvernig getum við komið í veg fyrir að blöðin safnist upp?
2 Blöð: Það er auðvelt að láta blöðin safnast fyrir. Ef við erum oft með afgang af blöðum ættum við að minnka pöntun okkar. Hvað um eldri blöð? Þau tapa ekki gildi sínu með tímanum. Ef við höfum safnað upp eldri blöðum getur verið að starfshirðir eða annar öldugur geti aðstoðað okkur við að finna hentuga leið til að koma þeim út.
3, 4. Hvað ættum við að hafa í huga þegar við verðum okkur úti um rit í ríkissalnum?
3 Önnur rit: Þegar tilboð mánaðarins breytist úr einu riti í annað skaltu athuga hvort þú sért með eintök fyrir boðunarstarfið heima hjá þér áður en þú verður þér úti um fleiri eintök í ríkissalnum. Gættu þess að taka ekki meira en þú þarft fyrir vikuna. Komdu svo í afgreiðsluna og fáðu fleiri eintök þegar þú ert búinn að dreifa því sem þú fékkst.
4 Pantaðu ekki meira en þú þarft af ritum til einkanota. Merktu lesefnið á réttum stað. Þá er hægt að skila eintakinu til þín ef þú týnir því. Ef þú notar geisladiskinn Watchtower Library og hefur geymt persónuleg eintök af blöðunum finnst þér kannski ekki þörf fyrir að panta innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið!
5. Hvað ættum við að hafa í huga þegar við dreifum ritum?
5 Þegar við dreifum ritum: Við reynum að dreifa ritum bara til þeirra sem sýna ósvikinn áhuga. Höfum hugfast að það erum aðallega við sem berum kostnaðinn af útgáfu þessara verðmætu hjálpartækja sem við notum í boðunarstarfinu. Þegar við skiljum eftir lesefni hjá áhugasömum, skulum við ekki hika við að segja þeim frá því að þeir hafi tækifæri til að styrkja boðunarstarfið með framlögum.
6. Hvers vegna metum við ritin okkar svo mikils og hvernig umgöngumst við þau fyrir vikið?
6 Jesús vann kraftaverk til að sjá öðrum fyrir bókstaflegri fæðu en oftar gaf hann fólki andlega fæðu. Jesús sagði: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ (Matt. 4:4) Ritin okkar kenna biblíusannindi sem eru nauðsynleg til að öðlast eilíft líf. (Jóh. 17:3) Þau eru allt of verðmæt til að sóa þeim.