Svæðismót til að styrkja samband okkar við Jehóva
1. Hver er ein af leiðum Jehóva til þess að hjálpa okkur að sinna verkefni okkar að prédika fagnaðarerindið?
1 Jehóva lætur okkur ríkulega í té upplýsingar, kennslu og hvatningu sem við þurfum á að halda til þess að sinna verkefni okkar að boða fagnaðarerindið. (Matt. 24:14; 2. Tím. 4:17) Árleg svæðismót er einn vettvangur þar sem Jehóva kennir okkur og hvetur. Mótsdagskráin fyrir þjónustuárið 2010 byggist á stefinu „Styrkjum sambandið við Jehóva“ og er sótt í Rómverjabréfið 8:5 og Júdasarbréfið 17-19. Þetta mót er á dagskrá næsta vor.
2. (a) Hvernig getur svæðismótið hjálpað okkur? (b) Hvernig hafa fyrri svæðismót hjálpað þér í boðunarstarfinu?
2 Hvernig hjálpar mótið okkur? Dagskrá mótsins vekur athygli á hættum sem geta gleypt tíma okkar og beint athyglinni frá því sem er raunverulega mikilvægt. Við lærum hvernig við getum forðast undanlátssemi og hvað einkennir andlegan mann. Í ræðusyrpunni á sunnudegi verður fjallað um hvernig bæði einstaklingar og fjölskyldur geta gert ráðstafanir til að styrkja samband sitt við Jehóva þrátt fyrir aukið álag og alvarlegar prófraunir. Mótsdagskráin mun hjálpa okkur að varðveita hjarta okkar og góða andlega heilsu. Einnig mun hún hjálpa þeim sem varðveita samband sitt við Jehóva að hafa stórkostleg loforð hans ávallt skýr í huga.
3. Hvenær verður svæðismótið haldið og hvað ættir þú að gera?
3 Þegar þú færð að vita nákvæmlega hvenær mótið verður haldið skaltu gera ráðstafanir til þess að vera viðstaddur og hlýða með athygli á dagskrána báða dagana. Þú getur verið viss um að Jehóva blessar áform hins iðjusama. — Orðskv. 21:5.
4. Hvað eigum við örugglega í vændum á næsta svæðismóti?
4 Jehóva gefur okkur allar góðar gjafir. Hinn trúi og hyggni þjónn hefur undirbúið dagskrána til þess að þú fáir það sem þú þarft til að sinna þjónustunni. Við erum Jehóva þakklát fyrir allar leiðbeiningar hans sem hjálpa okkur að halda „fast við játningu vonar okkar án þess að hvika“. — Hebr. 10:23-25; Jak. 1:17.