Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.09 bls. 3-5
  • Boðunarstarf meðal erlendra málhópa

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarstarf meðal erlendra málhópa
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Þegar húsráðandi talar annað tungumál
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – segjum þeim sem tala annað tungumál frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Talarðu hið hreina tungumál reiprennandi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 11.09 bls. 3-5

Boðunarstarf meðal erlendra málhópa

1. Hvaða tækifæri býðst okkur þegar við prédikum á starfssvæði safnaðarins?

1 Jesús Kristur spáði því að fagnaðarerindið yrði boðað um alla jörðina ‚til þess að allar þjóðir fengju að heyra það‘. Þessi orð eru skýr í huga allra boðbera sem taka þátt í þessu prédikunar- og kennslustarfi. (Matt. 24:14; 28:19, 20) Þegar við boðum og kennum getum við hitt fólk af ýmsu þjóðerni sem talar annað tungumál en við. Það á líka skilið að fá tækifæri til að heyra fagnaðarerindið um ríkið og taka afstöðu með sannleikanum áður en hinn ógurlegi dagur Jehóva rennur upp. (Mal. 3:18) Hvernig getum við sinnt erlendum málhópum á starfssvæði safnaðarins?

2. Hvernig líkjum við eftir Jehóva þegar við vitnum fyrir þeim sem tala annað tungumál?

2 Höfum sama viðhorf og Jehóva til þeirra sem tala annað tungumál: Við verðum að hafa brennandi löngun til að hjálpa fólki að öðlast nákvæma þekkingu á Jehóva, hinum sanna Guði, óháð því hvaða tungumál það talar. Þannig endurspeglum við kærleika Jehóva á óhlutdrægan hátt til allra á starfssvæði okkar. (Sálm. 83:19; Post. 10:34, 35) Við einbeitum okkur aðallega að þeim sem tala sama tungumál og notað er í söfnuðinum sem við tilheyrum. En við þurfum samt að muna eftir og sinna þörfum þeirra sem tala annað tungumál og leita leiða til að boða þeim fagnaðarerindið. Ef við litum fram hjá þeim sem tala annað tungumál væri það ekki í samræmi við vilja Jehóva að vitnað sé fyrir fólki af öllum þjóðum. Hvernig getum við þá hjálpað fólki sem talar ekki okkar tungumál?

3. Hvaða bæklingur hefur verið saminn handa okkur og hvernig getum við verið undirbúin að nota hann?

3 Notum bæklinginn Good News for People of All Nations: Þessi bæklingur er gerður til að nota þegar við hittum fólk sem talar annað tungumál en við. Hafðu hann alltaf með þér, kynntu þér innihald hans og vertu vel undirbúinn að nota hann. Merktu við tungumál sem eru töluð á starfssvæðinu svo þú getir verið fljótur að fletta upp á þeim. Það er gagnlegt að verða sér úti um nokkur rit á þessum tungumálum, ef til eru, til að gefa eftir að hafa notað bæklinginn.

4. Hvernig er hægt að nota bæklinginn Good News for People of All Nations í boðunarstarfinu?

4 Ef þú hittir einhvern í boðunarstarfinu sem talar annað tungumál en þú og þú ert óviss hvaða tungumál það er skaltu byrja á því að sýna forsíðu bæklingsins. Flettu upp á heimskortinu sem er innan á kápu bæklingsins. Bentu á sjálfan þig og síðan á landið þar sem þú býrð. Gefðu til kynna að þú viljir vita hvaðan húsráðandinn sé og hvaða tungumál hann tali. Þegar þú hefur komist að því hvaða tungumál hann talar skaltu fara í efnisyfirlitið, finna réttu blaðsíðuna, beina athygli húsráðandans að feitletruðu setningunni efst á síðunni og gefa til kynna að þú viljir að hann lesi textann. Þegar hann er búinn að lesa skaltu bjóða honum smárit á hans eigin tungumáli eða benda á setninguna sem er með grárri skyggingu og greinir frá því að þú sért tilbúinn til að koma aftur með rit á tungumáli húsráðandans. Bentu svo á orðin „ég heiti“, sem eru feitletruð, og segðu nafn þitt hátt og skýrt. Bentu svo á feitletruðu orðin „þú heitir“ og bíddu eftir svari. Mæltu þér mót við hann til að hitta hann seinna.

5. Hvað þarf að gera til að fylgja eftir áhuga hjá þeim sem tala annað tungumál?

5 Hvernig á að fylgja eftir áhuga? Það á að gera allt sem hægt er til þess að heimsækja þá sem sýna áhuga á boðskapnum um ríkið, óháð því hvaða tungumál þeir tala. Þegar við finnum að það er áhugi á Guði og orði hans Biblíunni ættum við að skrifa nafn og heimilisfang hins áhugasama á blað og láta ritara safnaðarins hafa það tafarlaust. Hann sendir upplýsingarnar til deildarskrifstofunnar til að sá áhugasami geti fengið heimsókn frá einhverjum sem talar hans tungumál. Deildarskrifstofan sendir svo upplýsingarnar til viðeigandi málhóps. Þegar þær berast hópnum er strax haft samband við viðkomandi. Ritarinn getur látið starfshirðinn vita svo að hann geti fylgst með hversu mikill áhugi er fyrir sannleikanum innan ákveðins málhóps.

6. Hvaða ábyrgð höfum við ef við hittum einhvern sem talar annað tungumál og sýnir áhuga?

6 Einhver tími kann að líða frá því að upplýsingar eru sendar þangað til sá áhugasami fær heimsókn boðberans sem falið er að heimsækja hann og talar tungumál hans. Til þess að áhuginn fjari ekki út getur boðberinn, sem sendi upplýsingarnar, haldið áfram að glæða áhuga viðkomandi þangað til einhver sem talar tungumál hans hefur samband við hann. Stundum býður boðberinn þeim áhugasama biblíunámskeið. En hvernig getur boðberi orðið sér úti um lesefni á tungumáli hans á meðan þetta millibilsástand varir?

7. Hvernig getum við nálgast rit á tungumálum þeirra sem við hittum í starfinu?

7 Rit á öðrum tungumálum: Söfnuðir eiga ekki að birgja sig upp af ritum á öðrum tungumálum. Ef starfshirðirinn verður hins vegar var við áhuga meðal ákveðins málhóps gæti hann talið viðeigandi að eiga hóflegar birgðir af ritum á viðkomandi tungumáli sem boðberar geta nálgast. Panta má rit ef þau eru ekki þegar til hjá söfnuðinum. Einhver tími getur liðið þangað til rit á ákveðnu tungumáli berast til safnaðarins. Því hafa verið gerðar ráðstafanir til að hægt sé að nálgast rit á vefslóðinni www.watchtower.org og prenta þau. Þar eru mörg rit á hundruðum tungumála sem boðberar og áhugasamir geta nálgast tafarlaust. Þetta hjálpar án efa boðberum að glæða áhuga þeirra sem tala annað tungumál.

8. Hvaða hlutverki gegnir söfnuðurinn í því að glæða áhuga þeirra sem tala annað tungumál?

8 Hlutverk safnaðarins: Sums staðar hafa myndast töluvert stór málsamfélög sem eru ekki nálægt neinum söfnuði sem heldur samkomur á því tungumáli. Þar af leiðandi ætti að bjóða áhugasömum að vera viðstaddir samkomur sem eru ekki haldnar á þeirra tungumáli. Hlýleg móttaka og persónulegur áhugi getur verið þeim hvatning til að mæta reglulega. Í fyrstu kann að vera að tungumála- og menningarmunur sé viss hindrun en ekkert kemur í veg fyrir að við getum sýnt kærleika innan safnaðar Votta Jehóva. (Sef. 3:9; Jóh. 13:35) Talar þú annað tungumál reiprennandi? Ef svo er og þú ert tilbúinn til að fara í endurheimsóknir til þeirra sem tala það tungumál skaltu vinsamlega láta ritara safnaðarins vita svo þessar upplýsingar rati til deildarskrifstofunnar. Það kemur að góðum notum þegar deildarskrifstofan er að leita að boðberum til að fylgja eftir áhuga.

9. Undir hvaða kringumstæðum mætti halda tungumálanámskeið handa boðberum og hvernig er því komið til leiðar?

9 Tungumálakennsla: Þegar þú aðstoðar þá sem tala annað tungumál er best að hvetja þá til að sækja samkomur sem eru haldnar á þeirra eigin tungumáli ef það er hægt með góðu móti. Ef það er ekki hægt gætu sumir boðberar ákveðið að læra tungumálið til að geta hjálpað áhugasömum betur. Deildarskrifstofan getur ákveðið að halda tungumálanámskeið fyrir boðbera ef enginn söfnuður er til staðar handa töluvert stórum málhópi, hvort sem um er að ræða innflytjendur eða innfædda. Ef þetta er staðan getur deildarskrifstofan látið nálæga söfnuði vita af þörfinni og tilkynnt þeim að haldið verði tungumálanámskeið. Þeir sem sækja slík námskeið ættu að stefna að því að skipta yfir í málhópinn eða söfnuðinn til að hjálpa þeim sem tala tungumálið.

10. Hvenær má mynda erlendan málhóp og hvernig er það ákveðið?

10 Að mynda nýjan málhóp: Til að mynda nýjan hóp fyrir ákveðið tungumál verður að uppfylla fjögur grunnskilyrði: (1) Það ætti að vera nægur áhugi og möguleikar á vexti meðal þeirra sem tala tungumálið á starfssvæðinu. (2) Lítill hópur af boðberum ætti að kunna málið eða vera að læra það. (3) Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn ætti að vera til staðar og geta farið með forystu og haldið að minnsta kosti eina samkomu í viku á því tungumáli. (4) Öldungaráð þarf að vera reiðubúið að styðja við hópinn. Þegar þessum skilyrðum er fullnægt að eðlilegu marki ættu öldungarnir að gera deildarskrifstofunni viðvart og óska eftir formlegri viðurkenningu á að söfnuðurinn styðji við erlendan málhóp. (Sjá bls. 106-107 í bókinni Söfnuður skipulagður til að gera vilja Jehóva.) Öldungurinn eða safnaðarþjónninn, sem tekur forystuna, er talinn umsjónarmaður eða umsjónarþjónn hópsins og ber ábyrgð á honum.

11. Hvers vegna er mikill heiður að sinna erlendum málhópum á starfssvæði safnaðarins?

11 Jesús Kristur, fyrirmynd okkar, ýtti af stað boðunarstarfi sem nær um heim allan og mikilvægur hluti af því er að sinna þeim sem tala önnur tungumál á starfssvæði okkar. Sinnum okkar hlutverki af kappi og fylgjumst með hvernig Jehóva heldur áfram að hræra allar þjóðir og safna þeim saman sem honum er annt um. (Hagg. 2:7) Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu starfi. Megi Jehóva blessa sameiginlega viðleitni okkar til að ná til allra á svæðinu sem tala annað tungumál. Og höfum alltaf í huga að Guð getur gefið vöxt þrátt fyrir tungumálaerfiðleika. — 1. Kor. 3:6-9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila