Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.08 bls. 4
  • Þegar húsráðandi talar annað tungumál

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar húsráðandi talar annað tungumál
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Boðunarstarf meðal erlendra málhópa
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Samvinna í boðuninni á svæði margra málhópa
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – segjum þeim sem tala annað tungumál frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 6.08 bls. 4

Þegar húsráðandi talar annað tungumál

1. Hvers vegna er aukin þörf á góðri samvinnu þegar farið er yfir starfssvæði?

1 Það verður æ algengara að boðberar Guðsríkis hitti áhugasamt fólk sem talar annað tungumál. Margar deildarskrifstofur hafa séð ástæðu til þess að mynda erlenda hópa og söfnuði til að vitna fyrir þessu fólki. Hugsanlegt er að nokkrir söfnuðir, sem tala mismunandi tungumál, séu með eitt og sama starfssvæðið. Ástæðan er sú að á einu svæði gætu verið töluð mörg tungumál. Hvernig geta þessir söfnuðir unnið saman til að fagnaðarerindið sé boðað með skipulegum hætti? — 1. Kor. 14:33.

2. Hvernig getum við átt gott samstarf við erlendan hóp eða söfnuð á svæðinu þegar við störfum hús úr húsi?

2 Góð samvinna: Þegar boðberi er í götustarfinu eða vitnar óformlega ætti hann óhikað að tala við hvern sem er, einnig þá sem tala annað tungumál, og bjóða viðmælandanum rit á því tungumáli sem hann vill lesa. En þegar farið er hús úr húsi í hverfum sem erlendur hópur eða söfnuður fer líka yfir ætti boðberi að einbeita sér að þeim heimilum þar sem talað er sama tungumál og í söfnuðinum hans. Ef fleiri en einn söfnuður er með sama starfssvæðið er mjög mikilvægt að halda góða skrá. Starfshirðarnir ættu að ræða saman og haga málum á þann hátt að það sé öllum til góðs. (Orðskv. 11:14) En ef boðberi hittir einhvern í starfinu húsi úr húsi sem talar annað tungumál og engir söfnuðir eru á svæðinu til að sinna þessum málhópi ætti hann að reyna að vitna fyrir viðkomanda og fylgja áhuganum eftir.

3. Hvernig ættum við að bregðast við þegar við hittum boðbera úr erlendum hópi eða söfnuði sem eru að starfa á sama starfssvæði og við?

3 Við vinnum öll að því sama: Hvað er best að gera ef það hittist svo á að boðberar úr tveimur söfnuðum eru í boðunarstarfinu í sama hverfi á sama degi? Að sjálfsögðu er bróðurkærleikurinn yfir alla tungumálatálma hafinn. (Jóh. 13:34, 35) Þeir sem fara með forystuna sýna þess vegna sanngirni og kærleika þegar þeir ákveða hvort annar hópurinn ætti að færa sig yfir á annað svæði um stundarsakir. — Jak. 3:17, 18.

4. Hvaða spádómur er að uppfyllast núna?

4 Biblían sagði fyrir að fólk af mismunandi tungum myndi heyra fagnaðarerindið. (Opinb. 14:6, 7) Með náinni samvinnu er hægt að komast hjá því að boðberar, sem eru ekki í sama söfnuði, heimsæki sömu heimilin. Þannig fá fleiri að heyra fagnaðarerindið, þar á meðal þeir sem tala annað tungumál. — Ef. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila