Prédikum af kappi
1. Að hvaða hvatningu Páls ættum við að gefa gaum?
1 „Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma.“ (2. Tím. 4:2) Hvers vegna er hvatning Páls svo áríðandi núna? Hvaða áhrif geta þessi orð haft á líf okkar og annarra?
2. Hvers vegna erum við iðin við að leita að fólki sem hefur enn ekki heyrt fagnaðarboðskapinn?
2 Mannslíf eru í húfi: Milljónir manna út um allan heim eiga eftir að heyra fagnaðarboðskapinn sem getur leitt til bjargræðis. (Rómv. 10:13-15; 1. Tím. 4:16) Margt einlægt fólk hefur fundist þar sem oft er farið yfir svæðið. Ef við störfum á mismunandi dögum vikunnar eða tímum dagsins gætum við hitt annað fólk heima. Þegar við sýnum kostgæfni í leit okkar að fólki getum við haft hreina samvisku og erum laus undan blóðsekt. — Post. 20:26.
3. Hvernig getum við notað tímann vel þegar við erum í boðunarstarfinu?
3 Þrátt fyrir að kristnir menn á fyrstu öld hafi orðið fyrir mikilli andstöðu ‚fylltu þeir Jerúsalem með kenningu sinni‘. (Post. 5:28) Erum við staðráðin í að prédika jafn rækilega? (Post. 10:42) Notum við tímann vel þegar við erum í prédikunarstarfinu? Ef við þurfum að bíða á meðan aðrir fara í endurheimsókn notum við þá tækifærið til að tala við vegfarendur?
4. Hvernig getur aukin áhersla á boðunarstarfið hjálpað okkur að halda vöku okkar?
4 Boðunarstarfið eykur árvekni okkar: Þar sem endir þessa heimskerfis er í nánd er mikilvægt að við höldum árvekni okkar og séum andlega vakandi. (1. Þess. 5:1-6) Ef við erum dugleg að segja öðrum frá voninni um Guðsríki látum við þennan heim ekki draga okkur niður. (Lúk. 21:34-36) Og þegar við höfum dag Jehóva efst í huga hvetur það okkur til að leggja enn meiri áherslu á boðunarstarfið sem getur bjargað lífi fólks. — 2. Pét. 3:11, 12.
5. Hvernig getur rétt viðhorf til mannslífa verið okkur hvatning í boðunarstarfinu?
5 Þegar við prédikum rækilega endurspeglum við viðhorf Jehóva til mannslífa: „Hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.“ (2. Pét. 3:9; Esek. 33:11) Verum því ákveðin í að ná til eins margra og mögulegt er. Þannig heiðrum við Jehóva Guð! — Sálm. 109:30.