Hvað hjálpar okkur að leggja kapp á að boða Guðsríki?
Til að lifa af endalok þessa heimskerfis er nauðsynlegt að missa ekki sjónar á hvað tímanum líður. Eftirfarandi áminningar hjálpa okkur að vera meðvituð um hvað tímanum líður.
Biddu reglulega um að Guðsríki komi. – Matt. 6:10.
Varðveittu hjarta þitt með því að lesa daglega í Biblíunni. – Hebr. 3:12.
Notaðu tímann viturlega. – Ef. 5:15, 16; Fil. 1:10.
Einbeittu þér að því sem máli skiptir. Ekki láta veraldlegar girndir trufla þig. – Matt. 6:22, 25; 2.Tím. 4:10.
Haltu vöku þinni með því að fylgjast með uppfyllingu biblíuspádóma. – Mark. 13:35-37.
Að fylgjast vel með hvað tímanum líður er okkur hvatning að taka fullan þátt í því starfi sem enn er ólokið. – Jóh. 4:34, 35.