Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.10 bls. 3
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Gagnið sem við höfum af endurskoðuðu opinberu fyrirlestrunum
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Taktu stöðugum framförum
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Hljóðupptökur – hvernig getum við notað þær?
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 4.10 bls. 3

Spurningakassinn

◼ Ættu vottar Jehóva að dreifa upptökum eða afritum af ræðum?

Biblíutengdir fyrirlestrar hvetja okkur og styrkja. (Post. 15:32) Því er eðlilegt að vilja deila slíkum upplýsingum með þeim sem voru fjarverandi. Með tilkomu ýmiss konar upptökubúnaðar er auðvelt að taka upp ræður og dreifa þeim til annarra. Sumir hafa komið sér upp safni af ræðum, þar á meðal margra ára gömlum ræðum, sem þeir lána svo eða fjölfalda handa vinum sínum af góðu tilefni. Aðrir hafa sett upp heimasíður þar sem ræðurnar eru aðgengilegar fyrir alla.

Auðvitað er ekkert sem mælir á móti því að við tökum upp ræður til eigin nota eða fyrir fjölskyldumeðlimi. Öldungar geta einnig séð til þess að ræður séu teknar upp fyrir lasburða safnaðarmenn sem geta ekki sótt samkomur. En það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að dreifa ekki afritum eða upptökum af ræðum.

Ræður eru oft samdar með staðbundnar þarfir í huga. Því getur það hæglega gerst að við misskiljum ákveðin atriði upptökunnar, sem er í umferð, vegna þess að við vitum ekki við hvaða aðstæður ræðan var flutt. Þar að auki getur verið erfitt fyrir okkur að vita hver flutti ræðuna og hvenær til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu ekki úreltar eða ónákvæmar. (Lúk. 1:1-4) Einnig má vera að afrit eða upptökur af ræðum geti freistað einhverra til að veita eða þiggja óviðeigandi athygli eða heiður. — 1. Kor. 3:5-7.

Trúi og hyggni þjónninn leggur hart að sér til að sjá fyrir andlegri fæðu í hæfilegum,skömmtum‘ og á „réttum tíma“. (Lúk. 12:42) Það felur í sér að ræður séu fluttar í söfnuðum Votta Jehóva og einnig er hægt að nálgast hljóðupptökur á heimasíðunni jw.org. Við getum verið fullviss um að trúi og hyggni þjónninn og hið stjórnandi ráð sjái okkur fyrir því sem við þurfum til að vera staðföst í trúnni. — Post. 16:4, 5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila