Hvað læra aðrir af því að fylgjast með þér?
1. Hvað lærðu lærisveinar Jesú af því að fylgjast með honum?
1 Jesús sagði: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér.“ (Matt. 11:29) Hann kenndi greinilega öðrum með góðu fordæmi en ekki aðeins með orðum sínum. Hugsaðu þér hvað lærisveinarnir lærðu af því að fylgjast með Jesú. Hann var nærgætinn, vingjarnlegur og ástúðlegur. (Matt. 8:1-3; Mark. 6:30-34) Og hann var auðmjúkur af öllu hjarta. (Jóh. 13:2-5) Þegar lærisveinarnir fylgdu Jesú í boðunarstarfinu sáu þeir að hann vann þrotlaust og kenndi öðrum sannleikann á árangursríkan hátt. (Lúk. 8:1; 21:37, 38) Hvaða áhrif hefur það á aðra að fylgjast með okkur í starfinu?
2. Á hvaða hátt hefur útlit okkar og framkoma í boðunarstarfinu góð áhrif á viðmælendurna?
2 Húsráðendur: Látlaus klæðnaður okkar, góð framkoma og einlægur áhugi á fólki getur haft mikil áhrif á húsráðendur. (2. Kor. 6:3; Fil. 1:27) Þeir taka eftir að við flettum oft upp í Biblíunni. Fólk kann að meta að við hlustum vinsamlega á það þegar það talar. Vanmetið aldrei hvað gott fordæmi á þessum sviðum getur laðað fólk að fagnaðarerindinu um ríkið.
3. Hvaða jákvæðu áhrif getum við haft á trúsystkini okkar?
3 Trúsystkini okkar: Hugsum einnig um þau jákvæðu áhrif sem við getum haft á trúsystkini okkar. Kostgæfni okkar í boðunarstarfinu hefur smitandi áhrif. Vel undirbúin kynning hvetur aðra til að brýna sig í boðunarstarfinu, rétt eins og járn brýnir járn. (Orðskv. 27:17) Ef við höldum nákvæma skrá yfir þá sem sýna áhuga og förum síðan fljótt í endurheimsóknir ýtir það undir aðra að gera eins. Með því að gera boðunarstarfinu sem best skil höfum við uppbyggileg áhrif á bræður og systur. — 2. Tím. 4:5.
4 Kannaðu öðru hverju hvað þú gerir og segir og hvaða áhrif fordæmi þitt hefur á aðra. Gott fordæmi gleður Jehóva og gerir okkur kleift að enduróma afstöðu Páls postula þegar hann lýsti yfir: „Breytið eftir mér eins og ég breyti eftir Kristi.“ — 1. Kor. 11:1.
4. Hvers vegna ættum við að kanna fordæmi okkar öðru hverju?