Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.10 bls. 2
  • Geri ég nóg í þjónustunni?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Geri ég nóg í þjónustunni?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Elskarðu áminningar Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Áminningar Jehóva eru áreiðanlegar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Eru áminningar Jehóva að örva okkur andlega?
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Áminningar og fyrirmæli frá Guði nýrrar skipanar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 7.10 bls. 2

Geri ég nóg í þjónustunni?

1. Hvaða áhyggjur gæti trúfastur kristinn einstaklingur haft?

1 Hefurðu einhvern tíma spurt þig þessarar spurningar? Kannski ferðu ekki eins mikið út í boðunarstarfið og áður vegna aldurs, heilsuvandamála eða aukinnar fjölskylduábyrgðar og það gerir þig niðurdreginn. Trúsystir, sem á þrjú börn, skrifaði að hún fengi stundum sektarkennd vegna þess að tíminn og orkan, sem færi í að sinna þörfum fjölskyldunnar, takmarkaði það sem hún gæti gert í þjónustunni. Hvað getur hjálpað okkur að hafa rétta sýn á framlag okkar í þjónustunni?

2. Hvers væntir Jehóva af okkur?

2 Það sem Jehóva væntir af okkur: Okkur langar sennilega öll til að gera meira í þjónustunni. En það er oft mikill munur á hvað við viljum gera og hvað er raunhæft að við getum gert. Sú staðreynd að við vildum gjarnan gera meira sýnir að við erum ekki sinnulaus. Við ættum að minnast þess að Jehóva þekkir takmarkanir okkar og krefst ekki meira af okkur en við getum með góðu móti gert. (Sálm. 103:13, 14) Hvers væntir hann þá af okkur? Hann vill að við þjónum honum heilshugar og að við gefum honum okkar besta. — Kól. 3:23.

3. Hvernig getum við metið rétt hvað við gerum í þjónustunni? — Hebr. 6:10.

3 Hvað getur hjálpað okkur að leggja raunsætt mat á hve mikið við getum gert í þjónustunni? Við getum beðið Jehóva um hjálp til að sjá aðstæður okkar í réttu ljósi. (Sálm. 26:2) Við getum talað um málið við traustan og þroskaðan vin, einhvern sem þekkir okkur vel og veigrar sér ekki við að segja okkur ef við þurfum að bæta okkur. (Orðskv. 27:9) Munum líka að það er hollt að endurskoða aðstæður sínar við og við því að þær breytast með tímanum. — Ef. 5:10.

4. Hvernig ættum við að líta á leiðbeiningar sem við fáum um boðunarstarfið?

4 Hvernig við ættum að líta á leiðbeiningar: Í kapphlaupi heyrast oft hvatningarhróp frá áhorfendum til keppenda. Tilgangurinn er auðvitað að hjálpa keppendum að ná markmiði sínu en ekki að draga úr þeim. Hvatningin og leiðbeiningarnar, sem við fáum frá Biblíunni á samkomum og í ritum okkar um að,prédika orðið í tíma og ótíma‘, eru á sama hátt gefnar okkur til gagns en ekki til að gefa í skyn að við gerum ekki nóg. (2. Tím. 4:2) Við getum verið fullviss um að ef við gerum okkar besta mun Jehóva minnast,verka okkar og kærleika‘. — Hebr. 6:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila