Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.11 bls. 1
  • Látið ljós ykkar lýsa

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Látið ljós ykkar lýsa
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • „Þannig lýsi ljós yðar“
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Látum ljós okkar sífellt skína
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Látið ljós ykkar lýsa, Jehóva til vegsemdar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Fylgið ljósi heimsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 5.11 bls. 1

Látið ljós ykkar lýsa

1. Hvaða ábyrgð hvílir á okkur í þessum andlega myrka heimi?

1 Fegurð ljóssins vegsamar Jehóva Guð frá morgni til kvölds. En það var annars konar ljós sem Jesús bauð lærisveinum sínum að hafa — „ljós lífsins“. (Jóh. 8:12) Það er sérstök blessun fyrir okkur að vera andlega upplýst en því fylgir líka alvarleg ábyrgð. Jesús sagði: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna“, öðrum til ávinnings. (Matt. 5:16) Í þessum andlega myrka heimi þarf þetta ljós að lýsa og þörfin hefur aldrei verið meiri. Hvernig getum við látið ljós okkar lýsa eins og Kristur?

2. Hvernig sýndi Jesús fram á mikilvægi þess að miðla andlegum sannindum?

2 Með því að prédika: Jesús notaði tíma sinn, krafta og hæfni til þess að birta mönnum ljós sannleikans. Hann gerði það í heimahúsum, úti á torgum, upp á fjallstindum — hvar sem fólk var að finna. Hann gerði sér grein fyrir að þessi andlega uppfræðsla hafði varanlegt gildi. (Jóh. 12:46) Til að fræðslan næði til enn fleiri bjó Jesús lærisveina sína undir það að vera „ljós heimsins“. (Matt. 5:14) Þeir láta ljós sitt lýsa með því að gera náunganum gott og miðla andlegum sannindum.

3. Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir ljós sannleikans?

3 Þjónar Guðs taka alvarlega þá ábyrgð að,hegða sér eins og börn ljóssins‘ og prédika því hvar sem fólk er að finna. (Ef. 5:8) Það eitt að lesa í Biblíunni eða biblíutengdum ritum í matarhléi á vinnustað eða í skóla getur opnað fyrir biblíulegar umræður. Með þessum hætti hóf ung systir nýtt biblíunámskeið og útbreiddi 12 bækur meðal bekkjarfélaga sinna.

4. Hvers vegna er góð framkoma þáttur í því að,láta ljós okkar lýsa‘?

4 Með góðum verkum: Að láta ljós okkar lýsa á einnig við daglega hegðun okkar. (Ef. 5:9) Í vinnu, í skóla og annars staðar þar sem við erum meðal fólks skerum við okkur úr með kristilegri hegðun og það skapar tækifæri til að koma sannleika Biblíunnar á framfæri. (1. Pét. 2:12) Sem dæmi varð góð hegðun fimm ára stráks til þess að kennari hans hringdi í foreldrana. Kennarinn sagði: „Ég hef aldrei séð barn með jafn sterka siðferðiskennd!“ Boðunarstarf okkar og góð hegðun laða fólk að,ljósi lífsins‘ og eru Jehóva Guði til lofs.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila