Vottar Jehóva – Trú í verki, 1. hluti: Út úr myrkrinu
Í Biblíunni er ljós nátengt sannleika en myrkur ósannindum. (Sálm. 43:3; Jes. 5:20) Satan kom með myrkur inn í heiminn þegar hann blekkti Evu og að lokum leiddi hann myrkur yfir alla heimsbyggðina. (Opinb. 12:9) Mynddiskurinn Jehovah’s Witnesses – Faith in Action, Part 1: Out of Darkness (Vottar Jehóva – trú í verki, 1. hluti: Út úr myrkrinu) segir sögu þess hvernig andlegt ljós tók að lýsa í myrkrinu. (Jes. 60:1, 2) Athugið hvort þið getið svarað eftirfarandi spurningum þegar þið hafið horft á myndina.
(1) Hvað varð því valdandi að myrkrið jókst eftir dauða postulanna? (2) Hvað varð til þess að allt frá tólftu öld áttaði fólk sig á því að kirkjan var ekki að kenna sannleikann? (3) Hverjir voru Henry Grew og George Storrs? (4) Hvaða atburðir í lífi Charles Russells höfðu djúpstæð áhrif á hann? (5) Hvernig fóru biblíunámsstundir Russell-feðganna og félaga þeirra fram og hverju komust þeir að með hjálp Biblíunnar? (6) Hvers vegna sameinaðist hópur Russells hópi Nelsons Barbours og af hverju sagði Charles Russell skilið við þá? (7) Hvað varð til þess að andlegt ljós tók að skína í júlí 1879? (8) Hvað gerði ört stækkandi hópur Biblíunemendanna til að boða fagnaðarerindið? (9) Hvað höfðu Biblíunemendurnir lengi búist við að gerðist árið 1914? (10) Hvaða erfiðleikum mættu Biblíunemendurnir eftir að Charles Russell dó? (11) Hvað gerðu Biblíunemendurnir eftir að Rutherford og samstarfsmenn hans voru leystir úr haldi? (12) Hvernig hefurðu lært að meta söfnuð Jehóva betur eftir að hafa horft á myndina? (13) Hvernig hefur þessi mynd gert þig enn ákveðnari í að boða fagnaðarerindið af fullum krafti þrátt fyrir mótlæti? (14) Hvernig gætum við notað þessa mynd til að hjálpa ættingjum okkar, biblíunemendum og öðrum?
Biblíunemendurnir gáfu okkur afar verðmæta arfleifð. Í andlega myrkrum heimi voru þeir hugrakkir og kappsamir ljósberar. Við skulum líkja eftir fordæmi þeirra og reynast vera „börn ljóssins“. – Ef. 5:8.