Vottar Jehóva – Trú í verki, 2. hluti: Ljós skal skína
Árið 1919 voru Rutherford og samstarfsmenn hans leystir úr haldi. En Biblíunemendurnir áttu mikið verk óunnið. Mynddiskurinn Jehovah’s Witnesses – Faith in Action, Part 2: Let the Light Shine (Vottar Jehóva – trú í verki, 2. hluti: Ljós skal skína) segir frá því hvernig skilningur þeirra á Biblíunni jókst, þeirri andstöðu sem þeir mættu og hvernig trú þeirra fágaðist. (Orðskv. 4:18; Mal. 3:1-3; Jóh. 15:20) Athugið hvort þið getið svarað eftirfarandi spurningum þegar þið hafið horft á myndina.
(1) Hvaða aðferðir notuðu Biblíunemendurnir til að boða fagnaðarerindið? (2) Hvaða þáttaskil urðu á mótunum árið 1931 og 1935? (3) Hvaða mikilvægu upplýsingar komu fram í Varðturninum 1. nóvember 1939? (4) Lýstu því sem gerðist þegar Rutherford flutti ræðuna „Government and Peace“ í Madison Square Garden. (5) Hvað var sérstaklega eftirtektarvert við ræðuna „Peace – Can It Last?“ sem bróðir Knorr flutti? (6) Hvaða ráðstafanir gerðu Vottar Jehóva árið 1942 til að auka við starfið? (7) Fyrir hvaða réttindum börðust vottarnir í Bandaríkjunum, Kanada og á Grikklandi? (8) Hvaða áhrif hafði Gíleaðskólinn á framgang boðunarstarfsins? (9) Hvaða mikilvæga verk hófst árið 1946 og hvers vegna? (10) Hvað gerðu vottar Jehóva til að tryggja að breytni þeirra væri í samræmi við frumreglur Biblíunnar? (11) Hvaða breytingar voru gerðar á áttunda áratugnum til að söfnuðurinn fylgdi fyrirmynd Biblíunnar enn betur? (12) Hvernig hefur þessi mynd hjálpað þér að sjá enn skýrar að Vottar Jehóva séu söfnuður Jehóva og að hann hafi fulla stjórn á gangi mála? (13) Hvernig hefur þessi mynd gert þig enn ákveðnari í að boða fagnaðarerindið af fullum krafti þrátt fyrir mótlæti? (14) Hvernig gætum við notað þessa mynd til að hjálpa ættingjum okkar, biblíunemendum og öðrum?
Daglega bætist við sögu Votta Jehóva. Hvað á hún eftir að segja um þjónustu okkar? Við skulum halda áfram að láta,ljós skína‘ eins og trúsystkini okkar hafa gert í gegnum tíðina. – 2. Kor. 4:6.