Tólf ástæður fyrir því að við boðum fagnaðarerindið
Hvers vegna boðum við fagnaðarerindið og kennum fólki sannleika Biblíunnar? Er það fyrst og fremst til að beina hjartahreinu fólki inn á veginn sem leiðir til lífsins? (Matt. 7:14) Það er fyrsta ástæðan sem talin er upp hér á eftir, en hún er ekki sú mikilvægasta. Hver af eftirtöldum tólf ástæðum heldur þú að sé aðalástæða þess að við boðum fagnaðarerindið?
1. Það bjargar mannslífum. – Jóh. 17:3.
2. Það varar guðlausa við. – Esek. 3:18, 19.
3. Það uppfyllir spádóm Biblíunnar. – Matt. 24:14.
4. Það er merki um réttlæti Guðs. Engin getur sakað Jehóva um að hafa ekki gefið guðlausum tækifæri til að iðrast. – Post. 17:30, 31; 1. Tím. 2:3, 4.
5. Það gerir okkur kleift að sinna þeirri skyldu okkar að aðstoða fólk, sem Jesús keypti með blóði sínu, að eignast náið samband við Guð. – Rómv. 1:14, 15.
6. Það losar okkur undan ábyrgð á lífi annarra. – Post. 20:26, 27.
7. Það er skilyrði fyrir því að við björgumst. – Esek. 3:19; Rómv. 10:9, 10.
8. Það sýnir að við elskum náungann. – Matt. 22:39.
9. Það er merki um hlýðni við Jehóva og son hans. – Matt. 28:19, 20.
10. Það er hluti af tilbeiðslu okkar. – Hebr. 13:15.
11. Það sýnir að við elskum Guð. – 1. Jóh. 5:3.
12. Það á þátt í að helga nafn Jehóva. – Jes. 43:10-12; Matt. 6:9.
Þetta eru auðvitað ekki einu ástæðurnar fyrir því að við tökum þátt í boðunarstarfinu. Boðunarstarfið styrkir líka trú okkar og veitir okkur þann heiður að vera samverkamenn Guðs. (1. Kor. 3:9) En mikilvægasta ástæðan er númer 12, að helga nafn Jehóva. Hvernig sem fólk bregst við boðskapnum á boðunarstarfið þátt í að helga nafn Guðs og svara þeim orði sem smána hann. (Orðskv. 27:11) Við höfum sannarlega góða ástæðu til að,láta eigi af að kenna dag hvern og boða fagnaðarerindið‘. – Post. 5:42.