Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.13 bls. 1
  • „Fullna þjónustu þína“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Fullna þjónustu þína“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Svipað efni
  • Verum staðráðin í að bera fagnaðarerindinu rækilega vitni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Verið iðin við að vitna
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Þjálfuð til að vitna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Prédikaðu og berðu rækilega vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2013
km 1.13 bls. 1

„Fullna þjónustu þína“

1. Hvernig var Páll okkur gott fordæmi í boðunarstarfinu?

1 „Vitnaðu rækilega.“ (2. Tím. 4:5; NW) Þar sem Páll hafði farið í þrjár trúboðsferðir á árunum 47 til 56 gat hann með réttu veitt Tímóteusi þessa hvatningu. Í Postulasögunni kemur oft fram að Páll hafi gert sitt ýtrasta í boðunarstarfinu. (Post. 23:11; 28:23) Hvernig getum við líkt eftir fordæmi hans?

2. Hvernig getum við gert okkar ýtrasta í boðunarstarfinu hús úr húsi?

2 Þegar þú gengur í hús: Við þurfum ef til vill að heimsækja fólk á mismunandi tímum dags til að ná til þeirra sem hafa aldrei heyrt fagnaðarerindið. Húsbóndinn er kannski bara heima á kvöldin eða um helgar. Við ættum að fara oft til þeirra sem voru ekki heima svo að við fáum að minnsta kosti að tala við einn á hverju heimili. En hvað ef það er ómögulegt að hitta fólk heima? Þá gæti reynst vel að skrifa bréf eða hringja í viðkomandi.

3. Hvar og hvenær geturðu vitnað fyrir öðrum?

3 Alls staðar þar sem fólk er að finna: Vottar Jehóva segja öllum sem vilja hlusta frá speki Guðs, bæði „á strætunum“ og „á torgunum“. (Orðskv. 1:20, 21) Erum við vakandi fyrir tækifærum til að vitna þegar við sinnum daglegum störfum okkar? Er hægt að segja um okkur: Þessi boðberi gefur sig „allan að boðun orðsins“? (Post. 18:5) Þá erum við að sinna þeirri skyldu okkar að vitna rækilega fyrir öðrum. – Post. 10:42; 17:17; 20:20, 21, 24.

4. Hvernig getur bænin og dýpri skilningur á orði Guðs hjálpað okkur að bera rækilega vitni?

4 En stundum eigum við það þó til að vera smeyk við að vitna fyrir fólki af því að við erum óörugg eða feimin að eðlisfari. Jehóva veit vissulega hver takmörk okkar eru. (Sálm. 103:14) Við getum alltaf beðið til hans um hugrekki til að prédika ef við eigum við slíkt að stríða. (Post. 4:29, 31) Þegar við tökum frá tíma til að lesa og hugleiða orð Guðs skiljum við enn betur hversu dýrmætt fagnaðarerindið er. (Fil. 3:8) Og það mun vekja hjá okkur sterka löngun til að segja öðrum frá því.

5. Hvernig getum við átt þátt í uppfyllingu spádóms Jóels?

5 Spámaðurinn Jóel sagði að áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Jehóva rynni upp myndi fólk Jehóva vera óstöðvandi og láta ekkert hindra sig í að boða fagnaðarerindið. (Jóel 2:2, 7-9) Gerum okkar ýtrasta og tökum virkan þátt í þessu starfi sem verður aldrei endurtekið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila