Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.14 bls. 2
  • Hvernig lítur Jehóva á mig?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig lítur Jehóva á mig?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Notaðu spegilinn vel
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Varðveittu þinn „fyrri kærleik“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Sjö skref til að hafa gagn af biblíulestri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Temjum okkur fórnfýsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 7.14 bls. 2

Hvernig lítur Jehóva á mig?

1. Að hvaða leyti er Biblían eins og spegill?

1 Hversu oft lítur þú í spegil? Flest okkar gera það daglega því að það hjálpar okkur að sjá hvort við þurfum að laga eitthvað sem snertir ytra útlit. Biblíunni hefur verið líkt við spegil. Biblíulestur hjálpar okkur að sjá okkar innri mann, þá manneskju sem Jehóva sér. (1. Sam. 16:7; Jak. 1:22-24) Orð Guðs „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans“. (Hebr. 4:12) Hvernig getur daglegur biblíulestur og hugleiðing hjálpað okkur að sjá hvað við þurfum að bæta í fari okkar til að verða betri boðberar fagnaðarerindisins? – Sálm. 1:1-3.

2. Hvernig getur Biblían hjálpað okkur að gera sjálfsrannsókn?

2 Notaðu Biblíuna eins og spegil: Við getum séð af frásögum Biblíunnar um trúa þjóna Jehóva, hvaða eiginleikar eru fallegir í augum hans. Til dæmis sýndi Davíð mikla kostgæfni vegna nafns Guðs. (1. Sam. 17:45, 46) Jesaja sýndi hugrekki og bauðst til að boða trúna á erfiðu svæði. (Jes. 6:8, 9) Jesú þótti afar vænt um himneskan föður sinn, þess vegna fannst honum þjónustan vera ánægjuleg og endurnærandi en ekki íþyngjandi byrði. (Jóh. 4:34) Kristnir menn á fyrstu öld boðuðu trúna af miklum ákafa, treystu á Jehóva og voru ákveðnir í að gefast ekki upp. (Post. 5:41, 42; 2. Kor. 4:1; 2. Tím. 4:17) Ef við hugleiðum slík fordæmi er það okkur hvatning til að gera sjálfsrannsókn og bæta heilaga þjónustu okkar.

3. Hvers vegna ættum við ekki að slá því á frest að gera nauðsynlegar breytingar?

3 Gerðu nauðsynlegar breytingar: Að sjálfsögðu er lítið gagn í því að líta í spegil og leiða svo hjá sér gallana. Við getum beðið Jehóva um að hjálpa okkur að líta okkur sjálf hlutlausum augum og gera viðeigandi lagfæringar. (Sálm. 139:23, 24; Lúk. 11:13) Það er naumur tími eftir og mannslíf í húfi, þess vegna megum við ekki slá því á frest að gera nauðsynlegar breytingar. – 1. Kor. 7:29; 1. Tím. 4:16.

4. Hvernig farnast þeim manni sem skyggnist inn í orð Guðs og lagfærir það sem þörf er á?

4 Hinn innri maður – sem Jehóva horfir á – er miklu mikilvægari en ytra útlit. (1. Pét. 3:3, 4) Hvernig farnast þeim manni sem skyggnist inn í orð Guðs og lagfærir það sem þörf er á? Hann „gleymir ekki því sem hann heyrir heldur framkvæmir það [og] verður sæll í verkum sínum“. (Jak. 1:25) Hann verður glaður og dugmikill boðberi vegna þess að hann endurspeglar dýrð Jehóva. – 2. Kor. 3:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila