Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.04 bls. 1
  • Sýndu kappsemi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýndu kappsemi
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Haltu áfram að prédika af kappi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Hvað hjálpar okkur að leggja kapp á að boða Guðsríki?
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Aukum vitnisburðarstarfið er endirinn færist nær
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Prédikum af kappi
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 11.04 bls. 1

Sýndu kappsemi

1 Jesús vissi að tíminn, sem hann hafði á jörðinni til að fullna verk föður síns, var takmarkaður. (Jóh. 9:4) Þess vegna sinnti hann þjónustu sinni af kappsemi og þjálfaði lærisveinana til að gera slíkt hið sama. (Lúk. 4:42-44; 8:1; 10:2-4) Efnisleg þægindi skiptu hann minna máli. (Matt. 8:20) Þannig gat hann lokið því verki sem Jehóva hafði falið honum. — Jóh. 17:4.

2 Takmarkaður tími: Tíminn til að prédika fagnaðarerindið „um alla heimsbyggðina“ er takmarkaður. (Matt. 24:14) Spádómar Biblíunnar sýna að núna er mjög liðið á tíma endalokanna. Fljótlega munu þeir „sem þekkja ekki Guð, og . . . hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú . . . sæta hegningu, eilífri glötun“. (2. Þess. 1:6-9) Sá dómur mun koma mjög snögglega. (Lúk. 21:34, 35; 1. Þess. 5:2, 3) Fólk verður að vakna til vitundar um að það er í hættu statt. Það er ábyrgð okkar að hjálpa fólki að leita velþóknunar Jehóva á meðan enn er tími til. — Sef. 2:2, 3. 

3 Gerum allt sem við getum: Þjónar Guðs láta boðunarstarfið ganga fyrir öðru þar sem þeir vita að „tíminn er orðinn stuttur“. (1. Kor. 7:29-31; Matt. 6:33) Sumir hafa hafnað viðskiptatækifærum eða fórnað öðrum persónulegum markmiðum til þess að geta tekið meiri þátt í boðunarstarfinu. (Mark. 10:29, 30) Aðrir hafa haldið áfram að vera „síauðugir í verki Drottins“ þrátt fyrir langvarandi prófraunir. (1. Kor. 15:58) Margir hafa prédikað fagnaðarerindið áratugum saman án þess að hvika. (Hebr. 10:23) Jehóva metur mikils allar þessar fórnir í þágu Guðsríkis. — Hebr. 6:10.

4 Ef við látum líf okkar snúast um tilbeiðsluna á Jehóva, þar á meðal prédikunarstarfið, hjálpar það okkur að hafa dag Jehóva ofarlega í huga. Það forðar okkur frá því að láta heim Satans trufla okkur og eflir ásetning okkar að ganga fram í heilagri breytni. (2. Pét. 3:11-14) Með því að sinna þjónustu okkar af kappsemi munum við verða hólpin og einnig þeir sem á okkur hlusta. — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila